Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 45
HVERSU GLÖGG ER TÓNVlSI ÞlN?
43
hljómaði illa, varð smátt og
smátt fagurt áheyrnar.
IV. HLJÓÐFALL. Þetta er
sá þáttur í íslenzku tónlistar-
eðli, sem mun vera einna minnst
þroskaður. Hljóðfallið í íslenzk-
um sálmasöng hefir til dæmis
ávallt verið mjög á reiki, og enn
þann dag í dag skortir nokkuð
á, að kirkjusöngur hafi á sér
blæ skörulegs hljóðfalls; og
jafnvel alþýðusöngur okkar
ber enn of mikinn keim af
sálmasöng. — Ekki má rugla
saman hljóðfalli og takti. Sá,
sem slær taktinn, gefur bend-
ingu um, hversu mörg og hversu
hröð taktslög skuli fylla einn
takt (deild). En hljóðfallið mið-
ast við nóturnar, sem látnar eru
hljóma, tölu þeirra, skiptingu
og gildi (lengd).
V. MINNI. Kannt þu lag, er
þú hefir heyrt það einu sinn?
Álitið er, að maður í meðallagi
lagsæll þurfi að heyra lag
endurtekið sex til tíu sinnum
áður en hann hefir lært það.
Þegar Mozart var 14 ára gam-
all heyrði hann í sixtinsku kap-
ellunni í Róm lag, sem hvergi
var til í afskrift og hvergi mátti
syngja nema þar (Miserere eftir
Allegri), og veittist honum svo
auðvelt að festa sér lag þetta í
minni, að hann skrifaði það
nóturétt upp að aflokinni heyrn.
Leiðbeiningar til heyrnar-
prófunar.
Með aðstoð hinna prentuðu
nótnadæma, sem fylgja hér
með, getur þú nú auðveldlega
gengið úr skugga um tónvísi
þína (musikalitet) með því að
láta prófa þig samkvæmt eftir-
farandi reglum. Að því loknu
hefir þú kynnzt aðferðinni, sem
er ofureinföld, nægilega vel til
að geta prófað aðra. Fáðu þér
pappírsörk og skrifaðu efst á
hana í láréttri röð tölurnar frá
1 til 10 (liðir), og fremst í lóð-
réttri röð I til V (atriði). Biddu
kunningja þinn um að spila
dæmin á píanó eða stofuorgel í
réttri röð (alla liðina í I. atriði
o. s. frv.) og kalla jafnóðum
upp töluna fyrir hvern lið, með
dálítilli þögn á milli. Sá, sem er
prófaður, má ekki sjá nóturnar
á hljómborði hljóðfærisins. Ekki
ætti að endurtaka neitt af dæm-
unum.
I. TÓNHÆÐ. Hér eru slegnir
tveir tónar. Gefa skal upplýs-
ingar um síðara tóninn, sem
miðast við fyrri tóninn. Ef síð-