Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
þeim, sem stóðu fyrir verkinu,
og þeir höfðu hvatt sér til að-
stoðar alla sérfræðinga á þessu
sviði, sem þeir gátu náð í. Nið-
urstaðan varð sú, að í stíflu-
garðinn voru steypt ótal örmjó
göng, sem lágu í einlægum krók-
um ofan frá brún og niður í
ána fyrir neðan. Þar að auki
voru túrbínurnar í rafstöðinni
byggðar þannig, að laxaseiðin
gætu komizt í gegn um þær heil
á húfi.
En árangurinn af þessum ráð-
stöfunum kom ekki í Ijós fyrr
en eftir fimm ár, er seiðin frá
fyrstu göngunni, sem fór upp
ána eftir að stíflan var byggð,
komu aftur upp ána, sem full-
tíða laxar.
Það var því beðið eftir laxa-
göngunni sumarið 1942 með
mikilli eftirvæntingu. Það var
mikið um að vera við Bonne-
villestífluna, þegar það fréttist,
að laxinn væri á leiðinni upp
ána. Hinn 8. september 1942 var
mikill merkisdagur í sögu þessa
smábæjar, því að þann dag voru
taldir 44.507 laxar, sem fóru
fram hjá stíflunni, ýmist í lyft-
um eða upp stigana. Þessi gleði-
tíðindi flugu eins og eldur í sinu
um öll nærliggjandi héruð og
um öll Bandaríkin. En glaðastir
urðu Indíánarnir, er þeir sáu,
að laxinn þeirra var öruggur,
og hinn aldurhnigni höfðingi
Celilos Indíánanna sagði við
þjóð sína: „Hinir hvítu verk-
fræðingar hafa unnið vel. Chin-
ook kemur ennþá upp ána
okkar.“
Ekki leið á löngu áður en
hafist var handa á öðru ennþá
stórkostlegra mannvirki, sömu
tegundar, við Columbiafljótið.
Um það bil 600 km. fyrir ofan
Bonneville, nálægt stað, sem
Grand Coulee nefnist, var byrjað
á nýjum stíflugarði, sem á eng-
an sinn líka í víðri veröld. Þegar
þetta risamannvirki er fullgert,
fellur fram af því foss, sem er
tvisvar sinnum hærri en hinir
frægu Niagarafossar. Öllum
verkfræðingum og vísindamönn-
um kom saman um, að ógerlegt
væri að koma þar við laxastig-
um eða öðrum virkjum til við-
halds laxagöngunni upp eftir
ánni. Því síður var álitið tiltæki-
legt að koma seiðunum niður
fyrir stífluna og réði þar mestu,
að hún er aðallega uppfylling,
en ekki úr steypu eins og Bonne-
villestíflan.
Þó að mikill meiri hluti af
laxastofninum hrygni í hliðarám.