Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
trén risu eins og dökkgrænar
súlur, skreyttar glampandi
kristöllum. Röð af bifreiðum
stóð á þjóðveginum. Skíðamenn,
klæddir rauðum og bláum bún-
ingum og með sólgleraugu, þutu
yfir snjóbreiðuna. Þar sem furu-
trén köstuðu fjólulitum skugg-
um sínum á mjöllina, vöfðu
skíðamennirnir treyjunum að
sér, en létu þær annars flaksast
óhnepptar í sólskininu og nutu
hins ferska fjallalofts. Sólar-
ljósið, sem brotnaði í ískristöll-
um skíðasporanna, varð að
daufbláu skini.
Skíðamennirnir voru komnir
til þess að leika listir sínar í
þessu óumræðilega hreina og
fagra umhverfi. Vegurinn var
öruggur, með tveim akbrautum,
og símaþræðirnir blikuðu í sól-
skininu, þar sem þeir lágu yfir
fjöllin.
En menn voru ennþá að vinnu
á þjóðveginum. Snjóplógarnir
voru enn að ryðja snjónum af
yztu brún hans. Grænmáluðu
símabílarnir þutu fram og aft-
ur, því að símamennirnir voru
að athuga línuna og bæta úr
bráðabirgðaviðgerðunum, sem
fram höfðu farið stormdag-
ana.
Stormurinn var liðinn hjá, en
aðrir stormar myndu á eftir
koma. Allt varð að vera við-
búið. —
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, afgreiðsla Kirkjustræti 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlast er til að hvert hefti verði greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrir fram ákveðinn tima, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Úrval
er sent til allra bóksala á landinu og getur hver og einn gerst áskrif-
andi hjá næsta bóksala.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.