Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 90
Athyglisverðar upplýsingar, bygg-ðar á nýjustu heimildum
frá leynistarfseminni í Evrópu, um það,
Hvernig Hitler hyggst að sigra
Grein úr „The American Legion“,
eftir Whyte Williams og William van Narvig.
1—IITLER er enn sannfærður
* * um, að hann beri sigur úr
býtum í stríðinu. Nazistaflokk-
urinn er sannfærður um að sigra
einhverntíma, ef hann getur
haldið tökum sínum á þýzku
þjóðinni. Þýzki herinn, sem fer
nú eftir tillögum og áætlunum
Alfred Jodls hershöfðingja,
býst við því, að hann geti þolað
langvarandi styrjöld, ef nazista-
flokkurinn leggur fram þann
skerf, sem hann hefir tekizt á
hendur. Og þó að þýzka þjóðin
sé farin að mögla, þá trúir hún
samt enn þá loforðum for-
sprakka sinna, herforingja og
stjórnmálamanna. Að þessum
niðurstöðum kemst maður með
því að rannsaka þær fregnir og
skýrslur, sem koma frá and-
stæðingum nazista í Þýzkalandi
og hernumdu löndunum.
Andstæðingum Þjóðverja
kann að finnast þetta ótrúlegt,
þegar þeir íhuga, hve miklum
mannafla og framleiðslugetu
þeir búa sjálfir yfir. En þannig
er þessu samt varið.
Eina breytingin, sem orðið
hefir á skoðun Þjóðverja á
stríðinu, er sú, að Hitler og
þýzka þjóðin er ekki lengur
sannfærð um, að hægt sé að
vinna skjótan sigur. Nú miðar
herstjórn Þjóðverja allt við að
verða ofan á eftir erfitt, þreyt-
andi stríð, sem getur staðið
árum saman. Allar ráðagerðir
og áætlanir eru miðaðar við
þessa skoðun.
Breytingin úr leifturstríði í
þolstríð orsakast af því, að
hernaðaráætlanir þýzka her-
foringjaráðsins fóru út um
þúfur í Rússlandi. Halder hers-
höfðingi, formaður herforingja-
ráðsins þýzka, varð fyrstur til
að koma fram með þær tillög-
ur, sem nú eru grundvöllur
hernaðarreksturs Þjóðverja.
Þegar það varð ljóst, að
Rússar mundu ekki leggja ár-
ar í bát eftir að þeir höfðu