Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
sjálfstæðar þjóðir eða ríki 1
heiminum, sem bjuggu hver í
sínu koti, ef svo má segja, og
byggðu allt sitt traust og öryggi
á hinum veika múr síns eigin
sjálfstæðis. Marga hugsjóna-
menn og boðbera friðarins
dreymdi um betra skipulag, al-
þjóðastofnun, þar sem allar
þjóðir væru undir vernd sam-
eiginlegs þings.
Slík stofnun var Þjóðabanda-
lagið. Þó að það hryndi til
grunna, vegna vansmíða, var
það einungis stundar ósigur.
Hugsjón þess mun rísa upp
aftur til sigurs í nýju alríki,
byggðu á sama grundvelli, yfir-
ráðum alþjóðaréttar og öryggis
yfir ofbeldi óg lögleysum ein-
stakra árásaþjóða. Það er í
rauninni hinn rauði þráður í
hinni grimmu orrahríð milli
hinna eilífu Wilsona og Hitlera.
Ég legg til, að slíku alþjóða-
bandalagi verði komið á fót, en
reist á nýjum og starfhæfari
grundvelli. Þessi áætlun gerir
ráð fyrir, að á milli hinna ein-
stöku þjóða og alríkisins komi
11 ríkjasambönd, milliliður, sem
dregur úr áhrifum einstakra
stórþjóða á alríkið og eru auð-
veldari viðfangs, en hinn mikli
sægur af smáríkjum, sem áður
höfðu beina þátttöku í Þjóða-
bandalaginu. Hvert af þessum
ríkjasamböndum myndar hag-
fræðilega heild og þjóðir þeirra
tengdar böndum sameiginlegrar
sögu, laga, lífsskoðunar og
menningar. Flestar af þjóðun-
um í þessum ríkjasamböndum
hafa þegar það líkan hugsunar-
hátt að þær ættu að geta lært
að vinna saman að sameiginleg-
um hagsmunum.
Hinar sjálfstæðu þjóðir í
þessum ríkjasamböndum verða
tengdar saman með mjög frjáls-
legri sambandsstjórn, sem er
sniðin eftir alríkisstjórninni.
Öllum þjóðum er í sjálfsvald
sett, hvort þær ganga í þessi
sambönd. Þær hafa einnig rétt
til að ganga í nágrannasam-
band. Ég legg til, að hin 11 ríkja-
sambönd verði þannig skipuð:
1. Ameríka:Bandaríkin,Mexi-
ko, Mið- og Suður-Ameríku
lýðveldin.
2. Stóra-Bretland: Brezka
heimsveldið ásamt sjálfstjórn-
arríkjunum.
3. Suður-Evrópa: (Latneska
Evrópa) Frakkland, ítalía,
Spánn, Portúgal, Belgía.
4. Morður-Evrópa: Þýzka-
land, Austurríki, Holland, Norð-
urlönd, Finnland.