Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 29
ENDALOK „ARNARINS“
27
þessari hátíðlegustu stundu í sögu
þýzkrar sjómennsku. Brátt tóku
átökin og hávaðinn frá djúpsprengj-
unum að fjarlægjast. Þá sleppt-
um við fram af okkur beizlinu.
Hlátrar okkar og hróp bergmáluðu
um litla klefann okkar. Allir sjó-
liðsforingjarnir voru nú lausir af
verði sínum, og þeir komu og
tóku í hönd kafbátsforingjans og
óskuðu honum til hamingju og hlust-
uðu á hrósyrði hans. Rétt fyrir rökk-
urbyrjun sendum við sigurskeytið, og
við vissum, að meðan við værum að
læðast um Miðjarðarhafið, myndi
Foringinn dveljast hjá okkur í hug-
anum, og frásögninni um afrek okkar
yrði útvarpað til þýzku þjóðarinnar.
Skyndilega varð kyrrð á sæ
og mér fannst ég vera einmana.
Þetta hafði skeð svo óvænt og
skyndilega — atburðurinn gerð-
ist á um þrem mínútum, mun
skemmri tíma en verið var að
ganga þilfarið á enda. Og fáein-
um mínútum áður hafði ég verið
að óska þess, að piltarnir í eyði-
mörkinni væru komnir til þess
að njóta þess unaðar, sem ég
naut. Langt framundan sá ég
siglur forystuskipanna. Þau
höfðu ekki numið staðar, því að
hvað sem skeði, varð skipalest-
in að halda áfram. Við komum
særðum manni upp á flekann,
en við hinir syntum áfram og
héldum í kaðla frá flekanum.
Ég var farinn að velta því fyrir
mér, hversu langt væri til
Gibraltar, og hvort við myndum
nokkurn tíma komast þangað
aftur, þegar tundurspillir kom
í ljós örskammt frá okkur.
Hann renndi hliðinni að okk-
ur og köðlum var kastað til
okkar. „Rólegir, piltar,“ kallaði
sjómaður til okkar. ,,Nóg rúm
handa öllum, engin þörf að flýta
sér!“ Kaðlarnir urðu svo ataðir
olíu, þegar þeir komu í sjóinn,
að við runnum af þeim, en þá
voru stigar látnir út fyrir borð-
stokkinn og sjómenn hjálpuðu
okkur upp. Það var skömm að
því að þurfa að ata út tandur-
hreint þilfar tundurspillisins, og
sjómennirnir, sem hjálpuðu
okkur til að þvo okkur, urðu
ataðir olíu.
I dálítilli f jarlægð sendu djúp-
sprengjurnar upp gosstróka,
þegar hinir tundurspillarnir
voru að leita að kafbátnum.
„Hann er fífldjarfur, þessi kaf-
bátsforingi,“ sagði einn sjóliðs-
foringinn á tundurspillinum,
„ekki síður en Prien sá, sem
læddist inn í Scapa Flow. Ég
minntist þess, að ég hafði kynnzt
fáeinum þýzkum foringjum í
hinum fjarlægari Austurlönd-
um, rétt áður en stríðið skall
4*