Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 122
120
tTRVAL
konar snjóhús. Þá sneri hann til
baka, og tók til við að víkka
opið. Mennirnir aðstoðuðu með
því að brjóta niður þekju snjó-
hússins, en verkið var erfitt og
seinlegt, og ruðningsstarfinu
miðaði hægt áfram.
Hjá Windy Point voru við-
gerðarmenn að bisa við brotna
öxulinn. Það var énginn hægð-
arleikur, því að mjöllin rauk í
augun og fyllti þau. Þeir
breiddu segldúk yfir plóginn, en
stormurinn blés undir hann og
yfir og á allar hliðar, svo að
varia var hægt að sjá neitt eðá
heyra, og mennirnir urðu að
þreifa sig áfram. Loksins gátu
þeir þó náð brotna öxlinum og
sett nýjan í staðinn.
Þeir, sem staddir voru hjá V-
plógnum fögnuðu hástöfum,
þegar hverfiplógurinn með nýja
öxlinum kom brunandi til
þeirra. Hann þeytti snjógusum
á loft og fór hratt.
Allt í einu heyrðust köll og
háreisti. Peters var að mjakast
út úr fönninni. Mennirnir slógu
hann á bakið, sigrihrósandi, og
flýttu sér að ná í Swanson, sem
var rétt á eftir. Þeir félagar
höfðu náð sér í skóflur, sem
voru geymdar í snjóplógnum,
grafið sig áfram að kletta-
veggnum, sem var við innri
brún vegarins, og síðan áfram
með fram honum.
,,Ég sendi ykkur beina leið
upp í stöðina," sagði verkstjór-
inn, „svo að þið getið fengið
eitthvað að eta og lagt j?kkur.“
„Allt í lagi með mig,“ sagði
Peters, „fáið mér skóflu, svo að
ég geti hjálpað til.“
Swanson þagði, en fór með
Peters í moksturinn.
Klukkan var orðin átta og
plógarnir höfðu ekki rutt nema
firnmtíu fet af þeim tvö hundr-
uð feta spotta, sem snjóflóðið
hafði fallið á. Mennirnir unnu
ósleitilega, en hér var ekki við
lambið að leika sér. Þeir bölv-
uðu talsvert — bæði verkinu og
sjálfum sér. Þeir vissu, að þeir
höfðu „tapað“ veginum. Það
rnyndi komast í blöðin: Donner-
skarð ófært. —
Það er gaman að koma nið-
ur á undirlendið á vorin og hitta
kunningja sinn, kannske í
Sacramento, og drekka með
honum einn bjór. Hann segir:
„Hvar hefir þú alið manninn í
allan vetur?“
,,Ó,“ segir þú, „ég var með
snjóplóg uppi í fjalli.“
„Einmitt,“ segir hann, og það
vottar fyrir aðdáun í röddinni.