Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 66

Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 66
64 tJRVAL um alvarlegan sjúkdóm á þeim stöðum sé að ræða. En hvaðan stafar hún þá? í gegnum slönguna létu lækn- arnir ýmiskonar vökva ofan í magann, svo sem úr hvítlauk, piparmyntum og whisky. Þeir tóku eftir því, að á meðan vökv- inn var í sjálfum maganum, kom ekki nein lykt út úr sjúklingn- um. En undir eins og hvítlauk- urinn var kominn niður í garn- irnar, fannst lyktin af honum í anda sjúklingsins, og var hún merkjanleg í 48 klukkutíma á eftir. Þeir endurtóku tilraunina nokkrum sinnum og alltaf með sama árangri. Þá báru þeir sterkan hvít- laukssafa á tennur sjúklingsins, án þess að láta hann kingja honum. Lauklyktin fannst í klukkutíma á eftir, en hvarf svo algerlega. Þeir endurtóku tilraunina með whisky. Nokkrir heilbrigðir menn voru látnir skola munninn úr sterku whisky, en láta það svo út úr sér aftur án þess að kingja því. Vínlyktin fannst að- eins í tæpan hálftíma á eftir. Einn maður var látinn skola munninn og kingja síðan væn- um sopa á fastandi maga. Strax á eftir var maginn tæmdur og skolaður úr volgu vatni. Eftir rúmar tuttugu mínútur var öll vínlykt horfin. Þessar og aðrar tilraunir leiddu ótvírætt í ljós, að and- remma stafar hvorki frá munni né maga. Hún stafar frá ilm- sterkum efnum, sem berast út í blóðið úr meltingarfærunum, berast síðan með því til lungn- anna og senda þannig frá sér lykt við öndunina. Ein tilraun sýndi jafnvel, að hvítlaukslykt fannst út úr nýfæddu barni, af því að móðirin hafði borðað hvítlauk rétt áður en hún ól barnið. En það kom annað í ljós við þessar tilraunir. Einhvers stað- ar í líkamanum safnaðist hvít- laukurinn fyrir eftir að hann kom úr meltingarfærunum og var þar í marga klukkutíma, því að hvernig gat lyktin annars fundizt við öndunina í fjörutíu og átta klukkutíma á eftir ? Læknarnir Crohn og Drosd upp- götvuðu, að lifrin og gallið voru einskonar forðabúr fyrir hvít- laukinn. Lyktin kom í ljós í lifr- inni og gallinu samtímis því sem hún fannst við öndunina, og skömmu eftir að hún hvarf úr lifur og galli, hvarf hún líka við öndunina. Af þessum tilraun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.