Úrval - 01.06.1943, Side 66
64
tJRVAL
um alvarlegan sjúkdóm á þeim
stöðum sé að ræða. En hvaðan
stafar hún þá?
í gegnum slönguna létu lækn-
arnir ýmiskonar vökva ofan í
magann, svo sem úr hvítlauk,
piparmyntum og whisky. Þeir
tóku eftir því, að á meðan vökv-
inn var í sjálfum maganum, kom
ekki nein lykt út úr sjúklingn-
um. En undir eins og hvítlauk-
urinn var kominn niður í garn-
irnar, fannst lyktin af honum í
anda sjúklingsins, og var hún
merkjanleg í 48 klukkutíma á
eftir. Þeir endurtóku tilraunina
nokkrum sinnum og alltaf með
sama árangri.
Þá báru þeir sterkan hvít-
laukssafa á tennur sjúklingsins,
án þess að láta hann kingja
honum. Lauklyktin fannst í
klukkutíma á eftir, en hvarf
svo algerlega.
Þeir endurtóku tilraunina með
whisky. Nokkrir heilbrigðir
menn voru látnir skola munninn
úr sterku whisky, en láta það
svo út úr sér aftur án þess að
kingja því. Vínlyktin fannst að-
eins í tæpan hálftíma á eftir.
Einn maður var látinn skola
munninn og kingja síðan væn-
um sopa á fastandi maga. Strax
á eftir var maginn tæmdur og
skolaður úr volgu vatni. Eftir
rúmar tuttugu mínútur var öll
vínlykt horfin.
Þessar og aðrar tilraunir
leiddu ótvírætt í ljós, að and-
remma stafar hvorki frá munni
né maga. Hún stafar frá ilm-
sterkum efnum, sem berast út í
blóðið úr meltingarfærunum,
berast síðan með því til lungn-
anna og senda þannig frá sér
lykt við öndunina. Ein tilraun
sýndi jafnvel, að hvítlaukslykt
fannst út úr nýfæddu barni, af
því að móðirin hafði borðað
hvítlauk rétt áður en hún ól
barnið.
En það kom annað í ljós við
þessar tilraunir. Einhvers stað-
ar í líkamanum safnaðist hvít-
laukurinn fyrir eftir að hann
kom úr meltingarfærunum og
var þar í marga klukkutíma, því
að hvernig gat lyktin annars
fundizt við öndunina í fjörutíu
og átta klukkutíma á eftir ?
Læknarnir Crohn og Drosd upp-
götvuðu, að lifrin og gallið voru
einskonar forðabúr fyrir hvít-
laukinn. Lyktin kom í ljós í lifr-
inni og gallinu samtímis því
sem hún fannst við öndunina,
og skömmu eftir að hún hvarf
úr lifur og galli, hvarf hún líka
við öndunina. Af þessum tilraun-