Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 93
HVERNIG HITLER HYGGST AÐ SIGRA
91
fyrir þeim í stað þess að leggja
undir sig lönd, svo að banda-
menn neyðist til að senda þeim
sem mest til að fylla í skörðin.
5. Flytja miðstöðvar her-
gagnaiðnaðarins austur á bóg-
inn og búa um þær verksmiðjur
í neðanjarðarbyrgjum, sem
nauðsynlegar eru í Vestur-
Evrópu, svo að þeim stafi ekki
hætta af loftárásum. Hirða ekki
um það, þótt loftárásir séu gerð-
ar á íbúðarhverfi borganna, því
að þær árásir muni aðeins hafa
þær afleiðingar, að fólksflutn-
ingar aukist austur á bóginn til
nýju iðnaðarhverfanna.
6. Auka þátttöku erlendra
herja í bardögum á austurvíg-
stöðvunum, til þess að spara
mannafla Þjóðverja sjálfra.
7. Hafa nákvæmar gætur á
sóknarmætti þýzka flughersins,
sérstaklega hvað mannafla hans
snertir, til þess að varðveita
hann óskertan, þangað til
bandamenn hef ja hina miklu til-
raun sína til að brjótast inn í
Evrópuvirkið úr vesturátt. Láta
ekki ginnast til að gera loftárás-
ir eingöngu í hefndarskyni.
8. Halda við og auka njósna-
leiðir sínar frá Bandaríkjunum.
Auka ekki að óþörfu andúð
Bandaríkjanna með skemmdar-
verkum í verksmiðjum. Það
borgar sig betur að sökkva
hinum fullgerðu amerísku fram-
leiðsluvörum á hinum þúsund
mílna löngu og lítt vörðu sigl-
ingaleiðum, en að reyna að tef ja
framleiðslu þeirra heima fyrir.
9. Hamra á því í áróðri til
Bandaríkjanna, hversu mikið
fari í súginn, vegna þess hvað
miklu skiprými sé sökkt.' Þá
mundi ameríska þjóðin gera sér
það ljóst, að allt erfiði hennar
væri til einskis og öll auðæfi
hennar og framleiðsla væri senn
á hafsbotni. Þessi hugsunar-
háttur mun fá aukinn byr, ef til-
raun verður gerð til innrásar í
Evrópu og árásinni verður
hrundið með ógurlegu tjóni.
Þá mun verða opin leið til sam-
komulags.
Þetta er Jodl-áætlunin í aðal-
atriðum og orðrétt að nokkru
leyti. Jodl hershöfðingi hefir
sagt nazistum svo að ekki verð-
ur um villzt, að framkvæmd
hennar veltur að öllu leyti á því,
hvernig tekst til um skipulagn-
ingu forðabúrsins í austri og úr-
slitum hins mikla kafbátahern-
aðar.
Kafbátum er nú hleypt svo
ótt af stokkunum, að næstum
einum er rennt á sjó á hverjum