Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 119
SAGA UM STORM
117
plógunum tekizt að halda þjóð-
veginum opnum, en nú var skaf-
renningurinn orðinn þeim ofur-
efli. Um eliefuleyti um morg-
uninn sá verkstjórinn, að það
yrði erfitt verk að halda í horf-
inu.
Seinustu tvo sólarhringana
höfðu plógarnir stöðugt verið
Hverfiplógur að verki.
að verki, því að sérstakir vagn-
ar voru hafðir til þess að flytja
þeim olíu og benzín. Á 50 km.
leið störfuðu 15 snjóplógar,
þar af sex hverfiplógar og níu
af venjulegri gerð, og verkstjór-
inn vissi af gamalli reynslu,
hvar þeir voru staddir hver um
sig. Verkstjórinn vissi líka, að
sökum vindstöðunnar var mikil
hætta á snjóhöftum í austur-
hiíðinni, og seinna um daginn
ók hann þangað, til þess að
kynna sér ástandið. Rétt fyrir
neðan Windy Point mætti hann
hverfiplóg á uppleið; hann
ruddi innri brún vegarins og
þeytti snjónum niður í brekk-
una. Þegar hann kom nær,
stöðvaðist plógurinn, tii þess að
bifreiðin gæti komizt fram hjá.
Víða voru skaflar farnir að
teygjast út á veginn. Það er
eins og skafrenningurinn fylgi
ekki neinum lögmálum. Við
símastaura myndast skaflarnir
alltaf áveðurs; aftur á móti
fennir meira í skjóli, ef um er
að ræða bergsnös eða veg, sem
skorinn hefir verið inn í hlíðar-
slakka. Snjóhengjan skagar
lengra og lengra fram, unz hún
hrapar niður á brautina. Og þó
að ekki hljótist annað tjón af,
er það þó alltaf ærið verkefni
að ryðja snjónum burt.
Fyrir neðan Rocky Point, gat
verkstjórinn séð annan hverfi-
plóg, sem einnig var á leið upp-
eftir. Hann virtist vera of ná-
lægt fyrri plógnum, en senni-
lega hafði ekillinn fengið skipun
um að haga þessu svo. Þegar
plógurinn var kominn í kallfæri,
birtust tvö höfuð út um glugg-
ana á stýrishúsinu; það voru
þeir Peters og Swanson og þeir
veifuðu til verkstjórans.