Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 95
HVERNIG HITLER HYGGST AÐ SIGRA
93
fyrir því, að Evrópuvirkið verði
í vestri varið af þrefaldri
virkjaröð, sem nær frá Nord-
kap í Noregi til landamæra
Spánar, en í suðri er verið að
koma upp virkjum meðfram
ströndum Frakklands, ítalíu og
Grikklands. I austri verður
komið upp aragrúa ígulvirkja,
sem mönnuð verða hermönnum
frá Þýzkalandi og bandamönn-
um þess, en þessi virkjaröð
verður færð austur á bóginn
jafnt og þétt á hverju ári. I
miðju verður öll álfan ein her-
gagnasmiðja og til þess að veita
henni hráefni og matvæli, forða-
búrið í austri, sem rekið verður
með fullkominni rányrkju á
landinu og börnum þess.
Það er greinilegt, að lykillinn
að viðhaldi veldis Þjóðverja er
að finna í Austur-Evrópu. En
eins og vetrarsókn Rússa hefir
sýnt og sannað er f jarri því að
búið hafi verið tryggilega um
þenna lykil. Það er af þessari
ástæðu, að sigrar Rússa hafa
skotið Þjóðverjum illilega skelk
í bringu — miklu fremur en
hernaðaraðgerðir Breta og
Bandaríkjamanna í Norður-
Afríku. Það er líka af þessari
ástæðu, að Þjóðverjar safna nú
öllum kröftum, sem þeir geta,
til þess að reyna að veita Rúss-
um rothöggið á þessu sumri.
Því að ef svo skyldi fara, að
Rússum tækizt að brjótast inn í
forðabúrið þýzka og draga
verulega úr framleiðslunni, þá
veit Hitler ofurvel, og Jodl er
þar á sama máli, að endirinn
verður ekki nema á einn veg.
Allt tekur sinu tíma.
Einu sinni var snígill, sem lagði af staS upp eftir kirsuberjatré
einn kaldan janúardag.
Um leið og hann mjakaðist hægt og silalega framhjá lítilli
sprungu í berkinum, gægðist litil bjalla út um rifuna og sagði:
„Heyrðu góði, þetta er tilgangslaust ferðalag. Það eru engin
kirsuber komin ennþá.“
En snígillinn hélt áfram og anzaði um leið: „Gerir ekkert til,
þau verða komin, þegar ég kem upp.“