Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 121
SAGA UM STORM
119
Þegar hann sá, að ekki var við-
lit að hreyfa bifreiðina, tók
hann að ösla snjóinn í áttina til
næsta snjóplógs. Það var
heppni, að þessi plógur skyldi
ekki vera lengra í burtu; eftir
tíu mínútur gæti hann verið
byrjaður að ryðja snjónum
brott. Eftir þrjár stundir myndi
vegurinn verða opinn aftur. I
augum verkstjórans var sama
að ,,tapa“ veginum og missa
æruna.
Hverfiplógurinn var hjá
Windy Point -— en hann var
ekki á hreyfingu. Ekillinn og
aðstoðarmaður hans stóðu á
veginum og störðu á afturöxul-
inn.
„Við ruddumst inn í stóra
fönn,“ sagði ekillinn í afsökun-
arrómi, ,,og öxullinn brotnaði."
Verkstjórinn nam skyndilega
staðar og varð hugsi. Einn
hverfiplógur grafinn í fönn,
annar bilaður. Það myndi taka
átta klukkustundir að ráða bót
á þessu. Ef hann beitti öllum
snjóplógunum til þess að ryðja
þennan vegarspotta, myndi
vegurinn verða ófær annars-
staðar. I því tilfelli yrði töfin
tíu til tólf stundir.
Honum þyngdi í skapi.
Þriggja til fjögra stunda töf á
umferðinni mundi ekki gera svo
mikið til. En tólf tímar -— það
mundi komast í blöðin. Og þá
var hann búinn að ,,tapa“ vegin-
um.
En hann mátti ekki gefast
upp. Hann notaði sendistöð
snjóplógsins til þess að ná sam-
bandi við aðalbækistöðina, og
gaf fyrirskipanir: „Næturvakt-
in mæti til starfa. Sendið hvern
einasta mann, sem þið megið
missa, jafnvel viðgerðarmenn-
ina. Útvegið annan hverfiplóg.
Stöðvið umferðina. Látið vegar-
eftirlitið vita.“
Síðan flýtti hann sér þangað,
sem snjóflóðið hafði hlaupið.
Fyrsti snjóplógurinn, sem
kom á vettvang var V-plógur
með átta manna áhöfn, auk
næturvarðanna. Það var tiltölu-
lega auðvelt að losa bifreið
verkstjórans, en þegar plógur-
inn fór að ryðja veginn fyrir al-
vöru, kom á daginn, að honum
var það um megn.
Brátt sáust ljós hverfiplógs
við bugðuna. Mennirnir ráku
upp fagnaðaróp, þegar hann
byrjaði að þeyta snjónum af
veginum; nú fór að rætast úr.
Snjórinn var djúpur, en plóg-
urinn át sig inn í fönnina, þang-
að til hann hafði grafið eins