Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 37
LAXAGÖNGUR OG LJÓSADÝRÐ
35
og lækjum, sem renna í Colum-
biaána fyrir neðan Grand Coulee,
þá vill nú samt svo til, að ein-
mitt stærstu og stæltustu lax-
arnir hrygna fyrir ofan þennan
stað, lengst inni í hjarta hinna
hrikalegu, kanadisku Kletta-
f jalla. Þessum göfuga kynstofni
varð að bjarga, en hvernig átti
að fara að því? Við þessa ráð-
gátu glímdu verkfræðingar og
vísindamenn lengi vel árangurs-
laust. En loksins hugkvæmdist
þeim ráð. Það varð að venja
þessa „stórlaxa" á önnur heim-
kynni og til þess að framkvæma
það var settur á stofn „Iaxa-
skóli“.
Rétt fyrir neðan Grand Cou-
lee voru settar afar stórar laxa-
kistur í ána. IJr þeim er göngu-
laxinn tekinn lifandi og látinn
í „tank“bíla, sem eru sérstak-
lega útbúnir með kælitækjum
og súrefnisgeymum til þessara
flutninga. Bílarnir aka svo í
loftköstum til smábæjar, sem
Leavenvorth heitir, en þar var
reist stærsta laxaklakstöð í
heimi. Þar eru hrognin tekin úr
laxinum og þeim klakið út. Svo
eru seiðin látin í smátjarnir og
geymd þar í 4—5 mánuði. Þá
eru þau látin í sérstaklega gerð
ílát og þau flutt á hrygninga-
stöðvar í ám og lækjum, sem
renna í Columbiaána fyrir neð-
an Grand Coulee stífluna!
Nú veltur allt á því, hvort
„skólinn“ hefir leyst starf sitt
■ það vel af hendi, að þessi seiði
leiti sem fullvaxnir laxar til
þeirra stöðva, sem þeim var
sleppt í, eða hvort hjá þeim
leynist einhver erfðahvöt frá
foreldrunum, sem knýr þá til að
leita til fornra stöðva.
Úr þessu fæst ekki skorið,
fyrr en eftir nokkur ár vegna
þess, hve stutt er síðan Grand
Coulee stíflan var byggð. En ef
svo illa skyldi fara, að laxinn
leiti á hinar gömlu klakstöðvar,
þá verður „skólanum" haldið
áfram, þangað til „námið verður
.náttúrunni ríkara“.
Það eru margir erfiðleikar,
sem við er að fást í rekstri hinn-
ar miklu klakstöðvar, er áður
var nefnd, enda er hún risastór
og kostaði 20 milljónir króna.
Þó hefir ekkert verið eins erfitt
að fást við, eins og að halda
vatninu í tjörnunum, sem seiðin
eru geymd í, hreinu og hæfilega
köldu. Chinook-laxinn er afar
næmur fyrir óhreinindum, enda
hefir honum verið alveg útrýmt
úr einni þverá Columbiafljótsins
vegna óhreininda, sem falla í