Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
ingar kynni að verða vart næstu
daga, en ef ekkert óvænt kæmi
fyrir, myndu flóðgáttir og
skurðir halda flóðinu í skef jum.
Og stormurinn var f jaraður út.
En aðrir stormar myndu
blása, og aftur myndi skolleitt
vatnið hækka við garðana. Og
að lokum myndu flóðgarðarnir
eyðast — eftir hundrað ár, þús-
und ár; þeir myndu hverfa að
lokum, og mennirnir, sem
byggðu þá, yrðu aðeins duft og
aska. Kaldur norðvestanstrekk-
ingur lék um háls stíflustjórans,
og hann skalf.
EÐURSTOFUSTJÓRINN
og ungi veðurfræðingurinn
voru niðursokknir í að skoða
landabréf. Það var mjög svipað
að útliti nú og áður en „María“
birtist. Enn var hæðarsvæði yfir
strönd Kaliforníu. Stormsvæðið
var langt í norðri. Heimskauta-
loftið, sem hafði ætt yfir sléttu-
ríkin, var horfið, og eðlilegt
veðurfar var tekið við völdum
á ný. ,,María“ var farin veg
allrar veraldar.
Stormurinn geisaði í ellefu
daga og fór á þeim tíma þriðj-
ung af vegalengdinni umhverfis
hnöttinn. Um skeið náði hann
yfir stærra svæði en Bandarík-
in öll. Hann olli stórkostlegum
samruna lofts að norðan og
sunan, og jafnaði með því hit-
an milli heimskauts og miðjarð-
arbaugs.
Eitt af athyglisverðustu af-
rekum þessa storms var hinn
mikli vatnsflutningur frá hafi
til lands. Einn þumlungur regns
á fermílu vegur 70 þúsund smá-
lestir. Regnið og snjórinn, sem
stormurinn bar með sér, féll á
meira en 200 þúsund fermílna
landsvæði og úrkoman var að
meðaltali margir þumlungar.
Af öllu þessu vatnsmagni
hafði nokkur hluti gufað upp
og dálítið var geymt bak við
flóðgarða og stíflur. Mikið var
orðið að snjó á fjöllum. Fljót
og ár höfðu vaxið, og það var
engin óvera, sem jörðin hafði
drukkið í sig. Geysimikið vatns-
magn var bundið í gróðrinum,
enda hafði grasið þotið upp í
rekjunni.
Enn var veðrun landsins eitt
af afrekum stormsins. Með
skriðuföllum og framburði fljót-
anna höfðu milljónir tenings-
metra af jarðvegi borizt til
sjávar.
I samanburði við þessar víð-
tæku, jarðfræðilegu verkanir,
voru hin beinu áhrif stormsins