Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 115

Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 115
SAGA UM STORM 113; maður, rak lestina. Hann sneri sér við í dyrunum. „Gott og vel,“ hreytti hann út úr sér, ,,en það skyldi þó ekki hittast svo á, að þér séuð hlut- hafi í „Félagi sperglaframleið- endanna“?“ Stíflustjórinn stóð snögglega upp og hrópaði: „Út með yður -— út úr skrifstofunni! “ Þegar þeir voru farnir, gekk hann um gólf, fram og aftur. Þessir borgarar, það voru aumu skepnurnar! Gátu þeir aldrei lært að vinna saman, gátu þeir aldrei skilið, að stundum var jafnvel nauðsynlegt að fórna sjálfum sér fyrir heildina? O TORMURINN magnaðist og ^ æddi hamslaus norðan frá heimskauti og suður að hita- belti. Hánn geistist um loftið í stórum sveig og hellti yfir lönd- in feiknum af vatni, sem hann hafði sogið upp úr hafinu. Til fjalla varð vætan að snjókomu, og byljir dönsuðu um tindana. f Donnerskarði, þar sem bif- reiðavegur og langlínur símans liggja yfir fjallgarðinn, varð fannfergið ekki mælt í þuml- ungum, heldur fetum! Ein af meginlandssímalínum San Franciscoborgar liggur yfir Donnerskarð, og þaðan yfir Ne- vadaauðnirnar í áttina til Atlantshafsstrandarinnar. — Símaþræðir eru alltaf fremur viðkvæmir, en einkum verður þeim skeinuhætt í glímunni við bylji og snjó. Þegar þræðir slitna af völdum snjóþyngsla eða hríðarveðra, verða viðgerða- mennirnir að leggja af stað taf- arlaust og gera við bilunina. Allar hugsanlegar varúðar- ráðstafanir höfðu verið gerðar, til þess að draga úr eyðilegg- ingu af völdum vetrarveðra. Vírarnir og staurarnir höfðu verið styrktir og viðgerðar- mennirnir þjálfaðir, unz þeir áttu að geta staðizt hverja raun. Um haustið höfðu allar línurnar verið athugaðar, lélegir vírar, skemmd einangrunar-' kefli og ótraustar þverslár hafði allt verið tekið niður og nýtt sett í staðinn. En línurnar voru svo langar, að óteljandi gallar hlutu að leynast, og orsaka bil- anir, er á reyndi. — f ITLA, grænmálaða bifreiðin, með símamerkið á hliðun- um, brunaði léttilega upp brekk- una, fram hjá tvö þúsund feta hæðarmerkinu. Inni í henni ægði mörgu saman; alls konar hlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.