Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 115
SAGA UM STORM
113;
maður, rak lestina. Hann sneri
sér við í dyrunum.
„Gott og vel,“ hreytti hann
út úr sér, ,,en það skyldi þó ekki
hittast svo á, að þér séuð hlut-
hafi í „Félagi sperglaframleið-
endanna“?“
Stíflustjórinn stóð snögglega
upp og hrópaði: „Út með yður
-— út úr skrifstofunni! “
Þegar þeir voru farnir, gekk
hann um gólf, fram og aftur.
Þessir borgarar, það voru aumu
skepnurnar! Gátu þeir aldrei
lært að vinna saman, gátu þeir
aldrei skilið, að stundum var
jafnvel nauðsynlegt að fórna
sjálfum sér fyrir heildina?
O TORMURINN magnaðist og
^ æddi hamslaus norðan frá
heimskauti og suður að hita-
belti. Hánn geistist um loftið í
stórum sveig og hellti yfir lönd-
in feiknum af vatni, sem hann
hafði sogið upp úr hafinu. Til
fjalla varð vætan að snjókomu,
og byljir dönsuðu um tindana.
f Donnerskarði, þar sem bif-
reiðavegur og langlínur símans
liggja yfir fjallgarðinn, varð
fannfergið ekki mælt í þuml-
ungum, heldur fetum!
Ein af meginlandssímalínum
San Franciscoborgar liggur yfir
Donnerskarð, og þaðan yfir Ne-
vadaauðnirnar í áttina til
Atlantshafsstrandarinnar. —
Símaþræðir eru alltaf fremur
viðkvæmir, en einkum verður
þeim skeinuhætt í glímunni við
bylji og snjó. Þegar þræðir
slitna af völdum snjóþyngsla
eða hríðarveðra, verða viðgerða-
mennirnir að leggja af stað taf-
arlaust og gera við bilunina.
Allar hugsanlegar varúðar-
ráðstafanir höfðu verið gerðar,
til þess að draga úr eyðilegg-
ingu af völdum vetrarveðra.
Vírarnir og staurarnir höfðu
verið styrktir og viðgerðar-
mennirnir þjálfaðir, unz þeir
áttu að geta staðizt hverja
raun. Um haustið höfðu allar
línurnar verið athugaðar, lélegir
vírar, skemmd einangrunar-'
kefli og ótraustar þverslár hafði
allt verið tekið niður og nýtt
sett í staðinn. En línurnar voru
svo langar, að óteljandi gallar
hlutu að leynast, og orsaka bil-
anir, er á reyndi. —
f ITLA, grænmálaða bifreiðin,
með símamerkið á hliðun-
um, brunaði léttilega upp brekk-
una, fram hjá tvö þúsund feta
hæðarmerkinu. Inni í henni ægði
mörgu saman; alls konar hlutir