Úrval - 01.06.1943, Síða 45

Úrval - 01.06.1943, Síða 45
HVERSU GLÖGG ER TÓNVlSI ÞlN? 43 hljómaði illa, varð smátt og smátt fagurt áheyrnar. IV. HLJÓÐFALL. Þetta er sá þáttur í íslenzku tónlistar- eðli, sem mun vera einna minnst þroskaður. Hljóðfallið í íslenzk- um sálmasöng hefir til dæmis ávallt verið mjög á reiki, og enn þann dag í dag skortir nokkuð á, að kirkjusöngur hafi á sér blæ skörulegs hljóðfalls; og jafnvel alþýðusöngur okkar ber enn of mikinn keim af sálmasöng. — Ekki má rugla saman hljóðfalli og takti. Sá, sem slær taktinn, gefur bend- ingu um, hversu mörg og hversu hröð taktslög skuli fylla einn takt (deild). En hljóðfallið mið- ast við nóturnar, sem látnar eru hljóma, tölu þeirra, skiptingu og gildi (lengd). V. MINNI. Kannt þu lag, er þú hefir heyrt það einu sinn? Álitið er, að maður í meðallagi lagsæll þurfi að heyra lag endurtekið sex til tíu sinnum áður en hann hefir lært það. Þegar Mozart var 14 ára gam- all heyrði hann í sixtinsku kap- ellunni í Róm lag, sem hvergi var til í afskrift og hvergi mátti syngja nema þar (Miserere eftir Allegri), og veittist honum svo auðvelt að festa sér lag þetta í minni, að hann skrifaði það nóturétt upp að aflokinni heyrn. Leiðbeiningar til heyrnar- prófunar. Með aðstoð hinna prentuðu nótnadæma, sem fylgja hér með, getur þú nú auðveldlega gengið úr skugga um tónvísi þína (musikalitet) með því að láta prófa þig samkvæmt eftir- farandi reglum. Að því loknu hefir þú kynnzt aðferðinni, sem er ofureinföld, nægilega vel til að geta prófað aðra. Fáðu þér pappírsörk og skrifaðu efst á hana í láréttri röð tölurnar frá 1 til 10 (liðir), og fremst í lóð- réttri röð I til V (atriði). Biddu kunningja þinn um að spila dæmin á píanó eða stofuorgel í réttri röð (alla liðina í I. atriði o. s. frv.) og kalla jafnóðum upp töluna fyrir hvern lið, með dálítilli þögn á milli. Sá, sem er prófaður, má ekki sjá nóturnar á hljómborði hljóðfærisins. Ekki ætti að endurtaka neitt af dæm- unum. I. TÓNHÆÐ. Hér eru slegnir tveir tónar. Gefa skal upplýs- ingar um síðara tóninn, sem miðast við fyrri tóninn. Ef síð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.