Úrval - 01.06.1943, Page 27

Úrval - 01.06.1943, Page 27
ENDALOK „ARNARINS' 25 niður á hafsbotninn, myndi Örninn fara með okkur. Og það var bót í máli. Hlið við hlið myndum við hníga í djúp hafsins, veiðimaðurinn og bráðin. En engum datt í hug að harma eða æðrast. Það er ekki hræðilegt heldur göfugt og tigin- mannlegt að deyja á þennan hátt. Þetta skeði klukkan stundarfjórðung yfir eitt eftir hádegi. „Örninn" breytti stefnu á króka- leið sinni og sneri nú að okkur hlið- inni. Þá var tundurskeytum okkar skotið, einu, tveimur, þremur, fjór- um. Við störðum á yfirmann okkar. Orðlaus eftirvænting í fáeinar sek- úndur. Svo kom blóðið aftur fram í kinnar hans. Kafbáturinn okkar titraði um leið og tundurskeytin sprungu. Ég sá eldglæringar. Það fór hrollur um mig allan og vatn, eldur og reykur gaus að minnsta kosti hundrað fet upp í loftið. Við höfðum ekki verið aðvarað- ir og ég hafði aldrei reynt þetta fyrr, en ég vissi, að það var tundurskeyti. Á næstu sekúnd- um urðu þrjár sprengingar, sams konar og sú fyrsta, og ég varð gegndrepa af sjó, sem gusaðist yfir þilfarið. Skipið tók að hallast — hægt og silalega, eins og hvalur, sem hefir verið skutlaður, Það var gamalt og fjögur tundurskeyti urðu því um megn. Ég sá ekki mikið eftir skipinu, en ég varð áhyggju- fullur, þegar ég sá flugvélarnar á flugvélaþiljunum renna út af brúninni. Það var erfitt að fá flugvélar um þessar mundir, og ég vissi að okkur þótti fyrir, ef við misstum eina flugvél, hvað þá meira. Áhöfnin, sem fram að þessu hafði ekki látið á sér bæra, lét nú hendur standa fram úr erm- um og allt í einu varð líf í tusk- unum. Ég komst í síma og reyndi að ná sambandi ofan í vélasalinn. Ég endurtók bjána- lega: „Allir uppá dekk! Allir upp á dekk!“ og horfði um leiðá olíu og sjó, sem streymdi út um hlið skipsins. Allt í einu kom sjómaður til mín og sagði ró- lega: ,,Því miður, herra, er ekk- er samband." Plugvélaþiljan var nú nærri því lóðrétt og flugvélarnar hröp- uðu í hafið ein af annarri. Sem betur fór hafði ekki kviknað í skipinu og átti ég þó von á því á hverri stundu að sjá logana gjósa upp. Olía streymdi út á hafflötinn og lítill neisti hefði getað hleypt öllu í bál. Iiöfuð mannanna, sem voru þar á sundi, voru eins og svartar ból- ur á olíubrákinni. Þeir voru svo olíubornir í framan, að ekki 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.