Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
Og loks þessi auðu svæði, þar
sem hann gat hlaupið og leikið
sér. Nú, og svo voru hljóðin, að
þeim var mest gaman. Þessi
furðulegu, margbreytilegu hljóð,
sem heyrðust allt í einu, hækk-
andi og lækkandi, og deyjandi
út, — til þess að láta til sín
heyra aftur, með einhverjum
dularfullum hætti, kallast á,
verða reiðileg eða masandi.
Skyldi annars vera gott að
borða einhver af þessum hljóð-
um?
Litli maðurinn veitir athygli
öllum þessum hlutum í kring-
um sig og, eins og ég leyfði mér
að geta um hér að framan, þá
er hann ekki beinlínis þægur. Og
ég lái honum það ekki. Hvað á
hann að handsama af þessu
öllu? Hvað á hann að gera, til
þess að láta ekkert af því sleppa
sér úr greipum? Það er í sam-
bandi við þessar hugsanir, sem
hann byltir sér á ýmsar hliðar,
og baðar öllum öngum, eins og
menn gera, þegar þeir verða
fyrir býflugnaásókn.
En svo verður hann rólegur,
— skyndilega og algerlega.
Hann slakar á öllum vöðvum.
Lítið á hann, nú er hann ákaf-
lega alvarlegur, starir ,,út í
bláinn“, á einhvern ákveðinn
depil, þar sem ekkert er sýni-
legt. Hann var rétt í þessu með
ofurlítinn spítukubb í annari
hendinni, en hann hefir fallið á
gólfið, því að fingurnir eru ekki
lengur krepptir. Hann slefar
ofurlítið, blessaður, því að hann
er með munninn opinn. Rétt
áðan var hann með upp-sperrtar
augnabrúnir, en nú gerir hann
tilraun til að hnykla þær.
Því að nú er litli maðurinn
búinn að velja, úr öllum þessum
furðulegu hlutum og hljóðum.
Hann hefir heyrt, í gegnum
vestisvasa minn, eitthvert
undarlegt og ört tif, hljóð og'
hreifingu, — þar var eitthvað
að gerast merkilegt. Af öílu þvít
sem hann sá og heyrði, í víðri
veröld sinni, valdi hann nú þetta
eina, sem hann sá ekki enn, —
úrið mitt!
Það kostaði mikla baráttu, áð
sleppa öllu hinu, — en hann
hlustar með trúræknissvip á
þetta veika tikk-tikk, sem þarna
er grafið, eins og fjársjóður.
Bernharð sá tunglið í fyrsta
sinni urn hábjartan dag, — því
að hann var jafnan háttaður
um sólsetur, þangað til hann
var þriggja ára. Hugmyndir
hans um nóttina voru mjög tak-