Úrval - 01.10.1943, Side 36
34
tJRVAL
Látið hann umgangast fólk.
Bjóðið vinum yðar heim. Haldið
smáveizlur. Ef sjúklingurinn er
karlmaður, skuluð þér bjóða
sem mest af kvenfólki, en öfugt
ef hann er kvenmaður. Kennið
honum (eða henni) að dansa
eða sendið hann á dansskóla.
Gætið þess á hinn bóginn, að
fárast ekki of mikið um sjúk-
dóm hans. Verið ekki sífellt að
spyrja hann, hvemig honum
líði. Hann veit það naumast
sjálfur, og slíkar spurningar
ergja hann aðeins.
Reynið að vera glaður og kát-
ur í návist hans. Látið aldrei
undir höfuð leggjast að segja
honum, ef þér hafið heyrt eitt-
hvað skemmtilegt, jafnvel þótt
hann taki því fálega stundum.
Útvegið honum skemmtilegar
bækur, einkum sjálfsævisögur
merkra manna. Það er upp-
örvandi fyrir hann að kynnast
því, hvemig ýmsir þeirra hafa
sigrast á margs konar örðug-
leikum, og hvað þeir hafa orðið
að þola.
Látið hann hætta að taka
rneðul og Ieita til lækna. Engin
lyf geta læknað tilfinningarnar.
Jafnvel lyfjum við svefnleysi
ber að hafna. Ef honum tekst
ekki sjálfum að sigrast á sjúk-
dómi sínum, skuluð þér hvetja
hann til að leita til taugalæknis.
Vænið hann aldrei um, að
skrökva til um vanlíðan sína.
Þjáningar taugasjúklinga eru
ekki ímyndun í þeim skilningi,
að þær séu ekki til. Þær eru
ímyndaðar aðeins í þeim skiln-
ingi, að ímyndunaraflið hefir
hjálpað til að skapa þær. Sekt-
arvitund, sem búið hefir í und-
irvitundinni frá barnæsku,
krafðist refsingar. Imyndunar-
aflið lagði aðeins til efnið í refs-
inguna, og þá venjulega það,
sem líklegast er til að valda
sjúklingnum mestrar þjáningar.
Stúlka, sem þráir umfram allt
að njóta hylli og aðdáunar, mun
verða feimin og óframfærin;
drengur, sem þráir að verða
stór og sterkur og ráða miklu,
mun þjást af minnimáttar-
kennd.
Hvetjið hann til að tala við
yður, ef hann finnur þörf hjá
sér til þess, en neyðið hann
aldrei til þess. Allir hafa gott
af að létta á hjarta sínu, og á
það ekki sízt við um taugasjúk-
linga.
Hvetjið hann til að tala
við heimilislækni sinn eða ein-
hvem greindan og hleypidóma-
lausan vin sinn af sama kyni um