Úrval - 01.08.1946, Side 122

Úrval - 01.08.1946, Side 122
120 ÚRVAL Art var steinblindur og mér kom ekki til hugar að honum væri alvara að renna sér ofan brekkuna. En þegar Devving hafði beint skíðum hans í rétta átt, rendi hann sér fram af og geystist niður í myrkrið. Ég hlustaði agndofa og bjóst við að heyra hann lenda á eikartré eða kletti. Þá heyrðist rödd Arts úr fjarska: „Ég hafði það!“ Þegar röðin kom að mér, hik- aði ég. Ég hlakkaði ekkert til að þjóta út í tómið, án þess að vita, hvað á vegi mínum yrði. En loks sté ég á skíðin, og Dewing beindi mér í rétta átt. Eitt andartak vóg ég salt á brúninni. Svo var sem jörðin hyrfi undan fótum mínum og ég þaut af stað. Ég rann með ofsahraða ofan brekkuna, þar til skíðin snerust allt í einu og ég fór kollhnís í snjónum. Ég reis á fætur og þrammaði upp brekkuna. „Komdu mér í röðina, Dewing,“ sagði ég. „Ég verð að reyna einu sinni enn.“ Aftur brunaði ég niður og vind- urinn þaut um andiit mitt. Ég beygði mig og teygði mig áfram. Ég bjóst við að detta á hverju augnabliki... „Hafði það!“ kallaði ég. „Alveg niður að girðingu eða einhverju.“ Ég fann, að einhver hlutur var fyi'ir framan mig. Ég fór og þreif- aði á honum. Tré! Tæplega fjögur fet fyrir framan mig, beint á milli skíðanna, var dig- ur trébolur. Þegar við höfðum rent okkur á skíðunum, settumst við kring um bálið, og létum fara vel um okkur. Það var gaman að vera í drengjahóp og leika ýmislegt, sem áður virtist óhugsandi. Þegar ég missti sjónina, hafði ég hætt við margt, sem ég hafði talið þýðingarmikið fyrir líf mitt: lestur, ritstörf, íþróttir, tónlist, handavinnu og bóklega menntun. Nú, eftir þrjú ár, hafði ég öðlast þetta allt aftur. Ég var meira að segja að hefja háskólanám, því að ég hafði fengið ríkisstyrk til náms. Ég var frá mér numinn af fögn- uði, líkt og útlagi, sem hefir verið náðaður og eygir strönd ættlands síns á ný, eftir margra ára fjarveru. Að fara í háskóla, þýddi meira fyrir mig en að halda áfram námi, fá meiri og víðfeðmari lífsreynslu. Það var heimför rnín til þeirrar verald- ar, sem ég hafði glatað. 1 fyrstu var farið með mig í háskólanum eins og ég væri eitthvað frábrugðin öðrum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.