Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 3
14. ÁRGANGUR REYKJAVlK 5. HEFTI 1955
SKÖPUNAR-,, UNDRIГ.
IJr bókinni „Life, the Great Adventure“,#
eftir Jena Rostand og Paul Bodin.
PAUL BODIN: Herra Jean
Rostand, ég verð að biðja
yður afsökunar á því, að ég
byrja þetta samtal á stuttum
inngangi, en ég held það sé
nauðsynlegt, svo að ekkert fari
á milli mála um það hver hafi
verið tilgangur okkar þegar við
báðum yður að svara spurning-
um, sem snerta svo yfirgrips-
mikið málefni, að það felur í
rauninni í sér örlög vor allra.
Við gætum jafnvel tekið sem
texta samtals okkar orð mál-
arans Gauguin, sem hann skrif-
aði á mynd, er hann málaði á
Tahiti 1898: „Hvaðan komum
við? Hvað erum við? Hvert
höldum við?“ Þessar setningar
gefa til kynna hvert viðfangs-
efni okkar er, og það er vissu-
* Sjá greinargerS á 2. kápusíðu.
lega viðfangsefni, sem hlýtur
að vera íhugunarefni ekki ein-
ungis listamanna og vísinda-
manna, heldur allra manna. Sér-
hver mannvera, hversu lítilmót-
legar sem ástæður hennar eru,
hlýtur oft að hugleiða þessi mál
— nema ef vér bægjum burtu úr
huga vorum öllum hugsunum
um vandamál vorrar eigin til-
veru og þess heims, sem vér
lifum í.
Við höfum valið yður til að
svara spurningum okkar vegna
þess að við teljum yður ágætan
fulltrúa hins „alhliða manns“
tuttugustu aldarinnar, ef svo
mætti segja; þ. e. mann, sem
er vel heima á mörgum svið-
um og getur ennfremur talað
við okkur um Manninn og örlög
hans opinskátt og frjálslega.
Þar við bætist að þér eruð ekki