Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
ef hann mætir engri hindrun.
Og með því að þarna uppi er
næstum eins lofttómt og í radíó-
lampa, er mótstaðan sama sem
engin.
Og hver verða svo kynni okk-
ar, fáfróðs almennings, af þess-
um nýgræðingi í f jölskyldu him-
intunglanna ?
Það verður auðvelt að sjá
hann í kíki, og jafnvel með ber-
um augum ætti að vera hægt
að greina endurkast sólargeisl-
anna frá honum við sólarupp-
komu og sólarlag. Braut hans
mun sem sé verða á markalínu
dags og nætur.
Og hvaða gagn verður svo
af þessari tilraun, sem kosta
mun tugmilljónir dollara að
framkvæma? Því var harðlega
neitað á blaðamannafundinum í
Hvíta húsinu 29. júlí, að hún
muni hafa nokkra hernaðarþýð-
ingu. Hvað sem því líður, þá
mun hún að minnsta kosti veita
vmsar mikilvægar vísindalegar
upplýsingar. Norðurljósin, sól-
blettina, samsetningu loftsins
og hitastig í þessari hæð og
geimgeislana verður með hjálp
fylgihnattarins hægt að kanna á
miklu nákvæmari hátt en frá
yfirborði jarðar. Með þeim til-
raunum, sem gerðar hafa verið
með rakettum, hefur athugana-
tíminn aðeins verið örfráar sek-
úndur. Gervitunglið gera vís-
indamenn hinsvegar ráð fyrir
að geti haldið sér á lofti dög-
um, jafnvel vikum saman.
En þó að gervitunglið mæti
lítilli mótspyrnu á ferð sinni,
umflýr það ekki örlög sín. Loft-
eindir eru á sveimi uppi í þess-
ari miklu hæð, sameindir
(minnstu sjálfstæðu eindir efn-
isins), sem sigla þar um ein-
mana, í margra metra fjarlægð
frá næsta ,,nágranna.“ Og ekki
fer hjá því, að árekstrarnir við
þessar dreifðu sameindir dragi
smám saman úr hraða gervi-
tunglsins. Eftir að draga tekur
úr hraðanum, megnar miðflótta-
aflið ekki lengur að halda því
á braut sinni og það sveigist
nær jörðu. Því nær sem það
kemur jörðu, því meiri verður
loftmótstaðan, hraðinn minnkar
og jafnframt hitnar gervitungl-
ið við núningsmótstöðu loftsins.
Loks kemur að því að hylkið
bráðnar og tunglið sundrast í
ótal parta, sem verða glóandi,
gufa upp og hverfa. Við á yfir-
borði jarðar munum væntanlega
sjá þetta sem tilkomumikið
stjörnuhrap, en þurfum tæpast
að óttast að fá agnir úr tungl-
inu í kollinn.
0-0-0