Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 20

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL tekjurnar verði við það eitthvað minni. Sá sem af einskærri fé- lagslöngun hefur sem barn ark- að á eftir herfi eða sláttuvél föður síns tímunum saman eða setið á kornbindivélinni, hann getur ekki, þegar barn hans, knúið sömu félagslöngun, kem- ur til hans þar sem hann situr við að leiðrétta stílabækur eða semja erindi, hann getur ekki, segi ég, með góðri samvizku fleygt í barnið sælgæti og sagt því að fara. Og það mun hann sannreyna, þegar þetta hefur endurtekið sig nógu oft, að barnið hættir að ónáða hann, og getur þá svo farið, að hann minnist þess með söknuði þegar lítil barnshönd kom og bað um að fá að styðja á stafina á rit- vélinni hans. Bezta uppeldið er ef til vill það, sem verður til við sameig- inlegt starf, sýsl við eitthvað hagnýtt, eða einföld skemmtun, svo sem félagsleikir á laugar- dagskvöldum —• meðan börnin eru svo lítil, að þeim þykir ekk- ert eins gaman og að spila Mata- dor við mömmu og pabba. En ungling, sem klæjar í fæturna eftir að komast á dansleik eða í hóp jafnaldra, eiga foreldr- arnir ekki að neyða til að spila Matador. Já, og svo má skegg- ræða um mikilvæg mál, sem snerta alla fjölskylduna, eða stjórnmál og lífsskoðanir, þegar sá tími er kominn. En þá verð- um við að varast að neyta afls- munar við að knýja fram skoð- anir okkar hvað sem það kost- ar, heldur eigum við að ræða við unglingana eins og jafningja og hlusta á málflutning þeirra. Yfirleitt á maður ekki að gera sér far um að vera barnalegur í tali við börn, heldur tala við þau eins og fullorðna, jafnvel lítil börn. Eitt er það, sem foreldrar, og fullorðnir yfirleitt, gera sig seka um gagnvart börnum, og það er skortur á nærgætni. Við lítum oft á börnin sem misjafn- lega skemmtileg leikföng, er megi tala opinskátt um og dæma, líkt og við tölum um hús- gögn eða dýr. „Hefurðu séð hvað Agnes hefur stóra fætur — hún notar skó númer 40, þó að hún sé ekki nema 12 ára“ eða „hann Óli er bara kominn með ístru“. Og þarna situr ves- lings Agnes með stóru fæturna sína — kannski reynir hún að troða þeim undir stólinn til þess að minna beri á þeim — og ósk- ar sér að hún væri komin langt í burtu frá frænkum sínum og rannsakandi augnaráði þeirra. Og Óli, hann roðnar og reynir að gera lítið úr maganum á sér, en það stoðar lítið. Maginn, það er einmitt viðkvæmasti blettur hans, og þegar Beta frænka dregur allra athygli að honum, sárnar honum mikið, og hann lítur kannski hatursfullum aug- um á oddhvasst nefið á Betu. Eitthvað mundi nú verða sagt, ef hann færi að tala um það! Samanburður er gerður á syst-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.