Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 14
ÚRVAL
sjáum við fyrst hrygglaus lag-
ardýr, meira eða minna svipuð
skrápdýrunum, þ. e. krossfisk-
um og ígulkerjum. Þar næst
komu undanfarar hryggdýr-
anna, sem hljóta að hafa líkzt
Amphioxus.*) Þar á eftir komu
fiskar, salamöndrur, skriðdýr og
loks spendýr. „Háþróuðustu“,
„æðstu“ tegundir spendýranna
eru auðvitað apar, mannapar og
maðurinn.
Öll þessi langa þróun tók auð-
vitað milljónir, eða réttara sagt
hundruð milljónir ára. Til þess
að vera dálítið nákvæmari, þó
að mér sé ógeðfellt að nefna
tölur, sem í bezta falli eru að-
eins áætlaðar, getum við sagt,
að fyrstu hryggdýrin hafi kom-
ið fram fyrir um 300 milljónum
ára; fyrstu spendýrin fyrir urn
150 milljónum ára, og maðurinn
fyrir aðeins einni milljón ára.
Þér sjáið auðvitað, að ekki
koma allir flokkar dýra fyrir í
ættartölu mannsins. Til dæmis
eru fuglarnir ekki í hópi for-
feðra okkar. Skordýrin og lin-
dýrin eru einnig hliðargreinar
frá meginættsofni hryggleys-
ingjanna.
P. B.: Hvernig — og hvers-
vegna — urðu lífverurnar æ
flóknari að byggingu? Úr því
að þær eru allar komnar af einu
og sama lifandi efni, af hverju
er þá fjölbreytni þeirra jafn-
*) Nefnist tálknmunni á íslenzku.
Sumir náttúrufræðingar vilja telja
hann til fiskanna, en aðrir teija hann
sérstakan flokk hryggdýra. — Þýð.
gífurleg og raun ber vitni?
Hvern þátt hefur hrein tilviljun
átt í þessari þróun og hvern
þátt líffræðileg „orsakanauð-
syn“ (determinismus) ? Er hægt
að skýra þetta allt sem aðlög-
un að breytilegum aðstæðum
lífsins á jörðinni?
J. R.: Þetta er spurning, sem
varðar alla hina miklu gátu um
eðli, eða við skulum heldur segja
sigurverk, þróunarinnar. Sumir
líffræðingar telja, að gátan hafi
verið leyst — að minnsta kosti
í stórum dráttum. Ég get ekki
sagt að ég sé sömu skoðunar.
Að mínu áliti vitum við sama
og ekkert um þær eigindir, sem
ákveða þróunarbreytingar líf-
veranna. En við komum að
þessu síðar. Það er svo mikil-
vægt atriði, að ekki veitir af
heilli kvöldstund til að ræða
það. Þangað til skulum við gera
ráð fyrir, að þróunin sé óyggj-
andi staðreynd.
P. B.: En er hún raunveru-
lega staðreynd? Ég á við, er-
um við neydd til að viðurkenna,
að þróunin sé staðreynd, sem
sönnuð hafi verið endanlega og
óyggjandi með vísindalegum að-
ferðum? Eru ekki uppi aðrar
kenningar um breytileik tegund-
anna en þróunarkenningin?
Hvað er álit yðar á þeim kenn-
ingum •—■ ég á við, teljið þér
þær einhvers virði? Eða álítið
þér — eins og raunar flestir vís-
indamenn — að skýring þróun-
arkenningarinnar sé eina hugs-
anlega skýringin frá sjónarmiði