Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 56

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 56
54 tJRVAL á hverjum sm af breidd plöt- unnar). Bilið milli raufanna er hægt að breikka, þar sem sterkir tón- ar eru, og hlykkirnir á raufinni því stærri, og mjókka þar sem veikt er spilað; bætir þetta tón- gæðin og sparar plássið á plöt- unni. Rétt ofan við nálina er sogpípa, sem sýgur til sín allar lakkagnirnar, er losna þegar nálin ristir raufina. Þegar hljóð- rituninni er lokið, er plötunni vandlega pakkað inn, hún inn- sigluð og send í verksmiðjuna þar sem fram fer hin eiginlega fjöldaframleiðsla á plötum. Þegar þangað kemur er plöt- unni dýft í tinklóríð upplausn, síðan skoluð með vatni, þá úðuð með silfurnítrat upplausn, sem setur á hana silfurgljáandi húð. Þá er hún sett í koparupplausn, sem myndar þykkt og hart kop- arlag ofan á næfurþunna silfur- húðina. Þegar koparlagið er orð- ið nægilega þykkt, er platan tekin upp úr, og móðurplatan með lakkhúðinni er skilin frá. Venjulega molnar þá lakkhúðin og móðurplatan eyðileggst, en hún hefur áður mótað full- komna spegilmynd af sér í kop- armótið. Þessi málmafsteypa er „nega- tíf“ og mætti nota. hana til að þrykkja grammófónplötur. En ein afsteypa mundi nægja skammt til fjöldaframleiðslu á grammófónplötum. Hún mundi slitna fljótt, og þegar hún væri ónýt, þyrfti nýja hljóðritun. Þessvegna er tekin málmaf- steypa af henni, og er þá feng- in nákvæm eftirlíking af hinni upprunalegu móðurplötu. Af þessari nýju móðurplötu, sem er úr hörðum málmi, eru svo gerðar margar ,,negatífar“ afsteypur, og eftir þeim eru svo hinar eiginlegu grammófónplöt- ur gerðar. Að þrykkja grammófónplötu er ekki ósvipað og að búa til vöfflu. Á hægri hönd þess sem þrykkir eru plötur úr hituðu vinylite-plasti, þjálar eins og deig. Á vinstri hönd hans hinir áletruðu plötumiðar í tveim hlöðum, nokkra þumlunga á hæð. Fyrir framan hann er opin pressan með gufuhituðum plöt- um að ofan og neðan og „nega- tíf“ afsteypa af móðurplötunni smellt í hvora plötu. Plötugerð- armaðurinn leggur nú miða úr öðrum hlaðanum á afsteypuna í neðri plötunni og snýr áletr- unin niður. Ofan á hana leggur hann vinylite-plötu, og þar ofan á miða úr hinum hlaðanum og snýr áletrunin upp. Síðan lokast pressan með geysiþrýstingi; það hvín og hvissar í gufunni meðan þrykkt er á plötuna. Sjálfvirk- ur stillir í pressunni sér um að kalt vatn kemur í stað gufunn- ar og kælir plötuna úr 150° C. niður í stofuhita. Þetta tekur allt tæpa mínútu, þá opnast pressan aftur, maðurinn tekur plötuna fullgerða, leggur hana frá sér og byrjar á nýrri. Um 60. hver plata er leikin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.