Úrval - 01.10.1955, Page 56
54
tJRVAL
á hverjum sm af breidd plöt-
unnar).
Bilið milli raufanna er hægt
að breikka, þar sem sterkir tón-
ar eru, og hlykkirnir á raufinni
því stærri, og mjókka þar sem
veikt er spilað; bætir þetta tón-
gæðin og sparar plássið á plöt-
unni. Rétt ofan við nálina er
sogpípa, sem sýgur til sín allar
lakkagnirnar, er losna þegar
nálin ristir raufina. Þegar hljóð-
rituninni er lokið, er plötunni
vandlega pakkað inn, hún inn-
sigluð og send í verksmiðjuna
þar sem fram fer hin eiginlega
fjöldaframleiðsla á plötum.
Þegar þangað kemur er plöt-
unni dýft í tinklóríð upplausn,
síðan skoluð með vatni, þá úðuð
með silfurnítrat upplausn, sem
setur á hana silfurgljáandi húð.
Þá er hún sett í koparupplausn,
sem myndar þykkt og hart kop-
arlag ofan á næfurþunna silfur-
húðina. Þegar koparlagið er orð-
ið nægilega þykkt, er platan
tekin upp úr, og móðurplatan
með lakkhúðinni er skilin frá.
Venjulega molnar þá lakkhúðin
og móðurplatan eyðileggst, en
hún hefur áður mótað full-
komna spegilmynd af sér í kop-
armótið.
Þessi málmafsteypa er „nega-
tíf“ og mætti nota. hana til að
þrykkja grammófónplötur. En
ein afsteypa mundi nægja
skammt til fjöldaframleiðslu á
grammófónplötum. Hún mundi
slitna fljótt, og þegar hún væri
ónýt, þyrfti nýja hljóðritun.
Þessvegna er tekin málmaf-
steypa af henni, og er þá feng-
in nákvæm eftirlíking af hinni
upprunalegu móðurplötu.
Af þessari nýju móðurplötu,
sem er úr hörðum málmi, eru
svo gerðar margar ,,negatífar“
afsteypur, og eftir þeim eru svo
hinar eiginlegu grammófónplöt-
ur gerðar.
Að þrykkja grammófónplötu
er ekki ósvipað og að búa til
vöfflu. Á hægri hönd þess sem
þrykkir eru plötur úr hituðu
vinylite-plasti, þjálar eins og
deig. Á vinstri hönd hans hinir
áletruðu plötumiðar í tveim
hlöðum, nokkra þumlunga á
hæð. Fyrir framan hann er opin
pressan með gufuhituðum plöt-
um að ofan og neðan og „nega-
tíf“ afsteypa af móðurplötunni
smellt í hvora plötu. Plötugerð-
armaðurinn leggur nú miða úr
öðrum hlaðanum á afsteypuna
í neðri plötunni og snýr áletr-
unin niður. Ofan á hana leggur
hann vinylite-plötu, og þar ofan
á miða úr hinum hlaðanum og
snýr áletrunin upp. Síðan lokast
pressan með geysiþrýstingi; það
hvín og hvissar í gufunni meðan
þrykkt er á plötuna. Sjálfvirk-
ur stillir í pressunni sér um að
kalt vatn kemur í stað gufunn-
ar og kælir plötuna úr 150° C.
niður í stofuhita. Þetta tekur
allt tæpa mínútu, þá opnast
pressan aftur, maðurinn tekur
plötuna fullgerða, leggur hana
frá sér og byrjar á nýrri.
Um 60. hver plata er leikin