Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 24
Fréttabréí frá Shanghai í
desember 1954.
Kínverskir kapítalistar í kröfugöngu.
Úr „Handelsblatt", Dtisseldorf,
eftir Pierre Frederix.
T hinni miklu skrúðgöngu, sem
gekk um götur Pekingborgar
á 5. afmælisdegi kínverska al-
þýðulýðveldisins, gat að líta æði
sérkennilegan hóp: það voru
kínverskir kapítalistar, sem þar
fylgtu liði. Og þeir gerðu síður
en svo tilraun til að leyna stétt
sinni; þeir báru kröfuspjöld,
sem á var letrað stórum
stöfum: ,,Við erum Kínverjar,
sem ráðum yfir fjármagni og
framleiðslutækjum. I stuttu
máli: við erum kapítalistar. En
við erum einnig dyggir stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar. Kína
Mao Tsetungs lifi! “
Kapítalistar, sem ganga und-
ir eigin fána og hylla komm-
únistíska stjórn, það er sjónar-
spil, sem áreiðanlega væri ó-
hugsandi í Sovétríkjunum eða
öðrum alþýðulýðveldum. Ég var
nýkominn til Peking og mér lék
hugur á að kynnast einhverjum
fulltrúa þessarar stéttar. Mér
var ráðlagt að fara til Shang-
hai; sú borg hefði áður verið
háborg kapítalismans í Kína og
þar væru enn stærstu iðnrek-
endur landsins, sem kommún-
istastjórnin hafði veitt rúm í
hinu nýja ríki. Fyrst var farið
með mig í sementsverksmiðju í
Whang Poo. Hundruð verka-
manna voru að afferma
pramma, sem hlaðinn var kol-
um; þeir báru kolin í körfum.
Forstjóri og eigandi fyrirtækis-
ins — við skulum kalla hann
Weng — tók á móti okkur í
sal, þar sem hékk stór mynd
af Mao Tsetung. Hann var, eins
og flestir kínverskir verkamenn,
klæddur í vinnujakka og buxur
úr bláu bómullarefni. Hann var
með skelplötugleraugu, andlits-
drættirnir meitlaðir. í fasi og
framkomu líktist hann verk-
fræðingum og tæknimeisturum
hins nýja ríkis. Hann talaði
nægilega mikið ensku til þess,
að geta gert sig skiljanlegan án
túlks. Faðir hans hafði stofnað
verksmiðjuna árið 1920, fram-
leiðslan var um 250 lestir af
sementi á dag. En verksmiðjan
átti örðugt uppdráttar. Ame-
rískt sement var miklu ódýrara
í Shanghai. Sívaxandi verðbólga
kom í veg fyrir að hægt væri að
auka og endurbæta vélakost og
framleiðslutækni. Meðan barist
var um borgina árið 1948 varð