Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 106
104
URVAL
ur þungbær en hatrið . . . og
kannski einmitt þess vegna kom
það fyrir, að þeir stoltustu lýstu
því yfir, að hatrið væri meira
samboðið virðingu okkar en ást-
in . . . En hvers vegna hlupu
þeir þá ekki frá okkur, ef svo
hefur verið?
*
Húsbóndi okkar rak einnig
kökugerð. Hún var í sama húsi
og aðeins veggur á milli henn-
ar og grafarinnar, sem við hírð-
umst í.
Bakaramir þar, — þeir voru
f jórir — sneiddu hjá okkur, því
þeir töldu sína vinnu hreinlegri
en okkar, og þar af leiðandi
álitu þeir sjálfa sig betri. Þeir
komu aldrei í kjallarann og
hlógu að okkur á bak, þegar
þeir mættu okkur í húsagarð-
inum. Við fórum heldur aldrei
inn til þeirra, því húsbóndinn
hafði bannað okkur það af ótta
við að við tækjum upp á því að
stela kökum. Okkur var ekki vel
við kökubakarana, því við öf-
unduðum þá. Vinna þeirra var
léttari en okkar. Þeir fengu
hærra kaup, betra fæði og unnu
í rúmgóðu, björtu húsnæði. Þeir
voru líka svo hreinlegir og
hraustlegir — og ólíkir okkur.
Við vorum ýmist gulir eða grá-
ir: þrír okkar gengu með sífiiis,
nokkrir voru með útbrot, og
einn var allur krepptur og
hnýttur af gigt. Þeir spókuðu
sig í jakkafötum og gengu á
brakandi skóm á helgidögum,
og þegar þeir höfðu lokið vinnu.
Tveir þeirra áttu harmoniku, og
allir gengu þeir sér til skemmt-
unar í borgargarðinum. Við vor-
um aftur klæddir í óhreinar
druslur með bastskó eða annað
verra á fótunum, lögreglan
sleppti okkur ekki inn í borg-
argarðinn, — og gat okkur þá
verið vel við kökubakarana ?
Svo var það eitt sinn, að við
fréttum, að einn þeirra hefði
drukkið sig fullan, verið sagt
upp vinnunni og nýr maður ráð-
inn í staðinn. Það fylgdi sög-
unni, að þessi nýi maður væri
hermaður, að hann gengi í satín-
vesti og bæri úr með gullkeðju.
Okkur lék forvitni á að sjá þess-
konar spilagosa, og í þeirri von,
að það mætti takast, vorum við
allan daginn að skjótast út í
húsagarðinn einn og einn í einu.
En hann kom til okkar sjálf-
ur í kjallarann. Hann rak fótinn
í hurðina, opnaði hana, stóð
brosandi á þröskuldinum án
þess að loka á eftir sér og sagði:
— Skaparinn liðsinni ykkur!
Sælir, strákar!
Frostloftið sópaðist inn um
dyrnar í þykkum mekki og
hringaði sig um fætur hans, en
hann stóð kyrr og horfði niður
á okkur, og undir ljósu snyrti-
lega snúnu yfirvararskegginu
glampaði á sterkar, gular tenn-
ur.
Vestið hans var í sannleika
sagt dálítið sérkennilegt — það
var dökkblátt með blómaútsaum
og eins og lýsti af því, hnapp-
arnir voru úr einhverri rauðri