Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
að sjá þetta litla nef fletjast
út á rúðunni og smáar hvítar
tennur, sem skinu milli rós-
rauðra, brosandi vara. Við þut-
um fram til að opna fyrir henni,
hrundum hver öðrum — og
þarna stóð hún — svo ljúf og
kát — steig inn fyrir, breiddi
úr svuntunni í áttina til okkar,
hallaði örlítið undir flatt og
brosti. Löng og þykk, kast-
aníubrún hárflétta féll fram yfir
öxlina og niður barminn.
Við, óhreinir, skuggalegir, af-
skræmdir menn, horfðum á hana
neðan í frá — úr kjallaranum
lágu fjögur þrep upp í út-
göngudyrnar — við teygðum
fram álkurnar og gláptum, buð-
um henni góðan dag og sögðum
við hana sérstök orð, sem voru
óvanaleg í okkar munni og sem
við geymdum aðeins handa
henni. Þegar við töluðum við
hana voru jafnvel raddir okkar
mýkri og gamanið græskulaust.
Öll framkoma okkar við Tönju
var sérstök og aðeins fyrir
hana. Bakarinn valdi beztu og
brúnustu hagldabrauðin úr ofn-
inum og hvolfdi varlega úr
skóflunni niður í svuntu henn-
ar.
— Gættu þín, að rekast ekki
á húsbóndann! aðvöruðum við
hana, og hún hló íbyggin, kall-
aði fjörlega til okkar:
— Verið þið sælir, tugthús-
limir mínir! — og svo var hún
þotin burt, eins og ofurlítill mús-
arungi.
Þetta var allt og sumt . . .
En lengi á eftir töluðum við um
hana í bróðerni — við sögðum
allt það sama um hana og við
sögðum í gær og daginn þar
áður, því bæði hún og við og
umhverfi okkar var það sama
og það hafði verið áður . . . Til-
breytingarleysi eins og þetta er
ákaflega kveljandi og þungbært
fyrir lifandi mann, og ef það
kálar honum ekki alveg, þá
verður það honum því þungbær-
ara sem það dregst meir á lang-
inn . . . Við vorum vanir að tala
um konur á þann hátt, að það
komu stundir, að okkur bauð
við því sjálfum. Þetta er skilj-
anlegt, því vera má, að þær kon-
ur, sem við þekktum, hafi ekki
átt öðruvísi umtal skilið. En
um Tönju sögðum við aldrei
neitt ljótt. Enginn okkar dirfð-
ist nokkru sinni að snerta við
henni, og jafnvel tvíræð orð lét-
um við aldrei falla í hennar ná-
vist. Kannski stafaði þetta af
því, að henni dvaldist aldrei
lengi hjá okkur, að hún kom
til okkar eins og stjörnuhrap
og var horfin áður en varði,
kannski var það líka af því, að
hún var lítil og mjög falleg, og
allt, sem fallegt er, vekur virð-
ingu hjá mönnum, jafnvel rudd-
um. Og ennþá eitt: — að þrátt
fyrir það, þó að þrældómurinn
hefði gert okkur að sljóum ux-
um, þá vorum við þó eftir sem
áður menn, og eins og allir aðr-
ir menn gátum við ekki lifað
án þess að tilbiðja eitthvað,
sama hvað það væri. Tanja var