Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 112
110
ÚR VAL
hvöss forvitni, egghvöss og köld
eins og hnífsblað úr stáli.
— Jæja, strákar, í dag er úr-
slitadagurinn! sagði bakarinn
okkar einn morguninn um leið
og hann tók til við vinnuna.
Þetta vissum við mæta vel, án
þess að vera minntir á það, en
engu að síður brá okkur.
— Horfið nú á hana! Hún er
að koma! ráðlagði bakarinn.
Einhver kallaði í kvörtunar-
tón:
— Eins og fólk beri svoleiðis
utan á sér!
Og á nýjan leik glumdi kjall-
arinn okkar af ofsafengnu rifr-
ildi og hávaða. I dag mundum
við fá að vita, hve hreint það
ker var, sem við höfðum lagt
í það bezta, sem við áttum, og
hvað það var haldgott og traust
gegn hverskonar saurindum.
Þennan morgun fundum við það
í eitt skipti fyrir öll, að það var
ekkert smáræði, sem við áttum
í húfi, að þessi þolraun fyrir
hreinleika átrúnaðargoðsins gat
eins orðið til þess að eyðileggja
það fyrir okkur. Allan tímann
höfðum við haft spurnir af því,
að hermaðurinn elti Tönju á
röndum, en hvernig stóð á því
að enginn okkar skyldi spyrja
hana um það, hvernig sambandi
þeirra var háttað ?
Hún kom alltaf á sama tíma
á morgnana eftir hagldabrauð-
inu og var nákvæmlega eins og
hún átti að sér að vera. í dag
leið heldur ekki á löngu áður
en við heyrðum rödd hennar.
— Tugthúslimir mínir! Ég er
komin . . .
Við flýttum okkur að hleypa
henni inn fyrir og öfugt við það,
sem vant var, sló á okkur þögn
við komu hennar. Við góndum á
hana án þess að vita, hvað við
ættum að segja eða hvers við
ættum að spyrja, og þarna stóð-
um við framan í henni í skugga-
legri, þögulli þyrpingu. Hún
varð bersýnilega hissa á þess-
um óvanalegu móttökum, og allt
í einu sáum við, að hún fölnaði;
hún varð óróleg, tvísté og spurði
síðan hálfkæfðri röddu:
— Hvað — hvað gengur eig-
inlega að ykkur?
— En að þér? hreytti bak-
arinn okkar út úr sér grettur
á svip og hélt áfram að horfa
á hana.
— Hvað er að mér? O, svo
sem ekkert sérstakt . . . Jæja,
látið mig fá halgdabrauð í
snatri . . .
Þetta var í fyrsta skipti sem
hún rak á eftir okkur . . .
— Það hastar ekki! sagði
bakarinn, án þess að hreyfa sig
og horfði framan í hana eins
og áður.
Þá sneri hún skyndilega á
hæl og hvarf út um dyrnar.
Bakarinn tók skófluna, vatt
sér að ofninum og sagði rólega:
— Hún hefur þá verið til í
tuskið eftir allt saman! . . .
Hermanns-óþokkinn! . . .
Við ruddumst hver um annan
þveran eins og kindur í rétt,
settumst þegjandi við borðið og