Úrval - 01.10.1955, Side 112

Úrval - 01.10.1955, Side 112
110 ÚR VAL hvöss forvitni, egghvöss og köld eins og hnífsblað úr stáli. — Jæja, strákar, í dag er úr- slitadagurinn! sagði bakarinn okkar einn morguninn um leið og hann tók til við vinnuna. Þetta vissum við mæta vel, án þess að vera minntir á það, en engu að síður brá okkur. — Horfið nú á hana! Hún er að koma! ráðlagði bakarinn. Einhver kallaði í kvörtunar- tón: — Eins og fólk beri svoleiðis utan á sér! Og á nýjan leik glumdi kjall- arinn okkar af ofsafengnu rifr- ildi og hávaða. I dag mundum við fá að vita, hve hreint það ker var, sem við höfðum lagt í það bezta, sem við áttum, og hvað það var haldgott og traust gegn hverskonar saurindum. Þennan morgun fundum við það í eitt skipti fyrir öll, að það var ekkert smáræði, sem við áttum í húfi, að þessi þolraun fyrir hreinleika átrúnaðargoðsins gat eins orðið til þess að eyðileggja það fyrir okkur. Allan tímann höfðum við haft spurnir af því, að hermaðurinn elti Tönju á röndum, en hvernig stóð á því að enginn okkar skyldi spyrja hana um það, hvernig sambandi þeirra var háttað ? Hún kom alltaf á sama tíma á morgnana eftir hagldabrauð- inu og var nákvæmlega eins og hún átti að sér að vera. í dag leið heldur ekki á löngu áður en við heyrðum rödd hennar. — Tugthúslimir mínir! Ég er komin . . . Við flýttum okkur að hleypa henni inn fyrir og öfugt við það, sem vant var, sló á okkur þögn við komu hennar. Við góndum á hana án þess að vita, hvað við ættum að segja eða hvers við ættum að spyrja, og þarna stóð- um við framan í henni í skugga- legri, þögulli þyrpingu. Hún varð bersýnilega hissa á þess- um óvanalegu móttökum, og allt í einu sáum við, að hún fölnaði; hún varð óróleg, tvísté og spurði síðan hálfkæfðri röddu: — Hvað — hvað gengur eig- inlega að ykkur? — En að þér? hreytti bak- arinn okkar út úr sér grettur á svip og hélt áfram að horfa á hana. — Hvað er að mér? O, svo sem ekkert sérstakt . . . Jæja, látið mig fá halgdabrauð í snatri . . . Þetta var í fyrsta skipti sem hún rak á eftir okkur . . . — Það hastar ekki! sagði bakarinn, án þess að hreyfa sig og horfði framan í hana eins og áður. Þá sneri hún skyndilega á hæl og hvarf út um dyrnar. Bakarinn tók skófluna, vatt sér að ofninum og sagði rólega: — Hún hefur þá verið til í tuskið eftir allt saman! . . . Hermanns-óþokkinn! . . . Við ruddumst hver um annan þveran eins og kindur í rétt, settumst þegjandi við borðið og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.