Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 60
Sitthvað um rangt mat á ýmsum
hlutum í daglegu lífi.
Hvað er mannkynið þungt?
IJr „Wochenpost",
eftir Hanswolf Obermiiller.
ylÐ gerum okkur oft mjög
rangar hugmyndir um ýmsa
hluti í daglegu lífi. Það veit
til dæmis hvert barn, að kork-
ur er mjög léttur í sér. En hvað
ætli korkkúla, sem er tvo metra
í þvermál, sé þung? Hún er
meira en eitt tonn á þyngd.
Þyngd eða rúmtak málma er
aftur á móti oft ofmetið. Marg-
ir kannast við tilraunina með
vatnsglasið, sem hellt er barma-
fullt af vatni. Hve mörgum
saumnálum er hægt að bæta út
í glasið án þess að út úr flói?
Rúmtak meðalstórrar saumnál-
ar er 0,0059 cm3. Vatnið getur
stigið um 2 mm upp fyrir barm-
inn á glasinu áður en út úr
flóir. Það er hægt að bæta
1700 nálum út í glasið áður en
úr úr flóir.
Ef við gerum ráð fyrir að all-
ir menn á jörðinni, 2500 millj-
ónir stæðu í einum þéttum hóp.
Hve stórt svæði þyrfti sá hóp-
ur til að standa á? Hann mundi
komast fyrir á Bodenvatni eða
Genfarvatni í Sviss, sem eru
540 km2 að stærð.
Gerum nú ráð fyrir að allt
mannkynið stæði á ísilögðu
Bodenvatni og ísinn brysti und-
an þunganum. Hve mikið ætli
hækkaði í vatninu eftir að allt
mannkynið væri sokkið í það?
Það yrði ekkert stórflóð, aðeins
smáöldur myndu rísa eins og í
strekkingsvindi. Og yfirborð
vatnsins mundi hækka um 30
sm.
Hefur mannkynið áhrif á
þyngd jarðarinnar? Ef við ger-
um ráð fyrir, að meðalþyngd
mannsins sé 60 kg, þá vegur
allt mannkynið 150 milljarða
kg. Það er einn 40 milljarð-
asti hluti af þyngd jarðarinn-
ar. Jörðina munar þannig ekki
meira um að bera mannkynið
en skýjakljúf að bera eina dún-
fjöður.
Og að lokum: Eiffelturninn,
sem. er um 300 metra á hæð,
vegur röskar 7 milljónir kg.
Hve þungur væri Eiffelturninn,
ef hann væri aðeins 30 sm á
hæð, en eftir sem áður úr járni ?
Nákvæmlega 7 grömm.