Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 68
I>a<5 er bæði von og aðvörun fólgin í þessari
glöggu lýsingu á þeirri líðan sem
i'ylgir því —
Þegar kransœð í hjarta stíflast.
Grein úr „Life“,
eftir Robert Wallace.
YERKURINN hafði byrjað
rétt áður en hann fór upp
í lestina. Það hafði stundum
hvarflað að honum, eins og
flestum miðaldra mönnnum, sá
möguleiki, að hann fengi hjarta-
slag. Faðir hans hafði dáið úr
hjartaslagi. En það var ekkert
að hjarta hans, að því er hann
bezt vissi, og hann var ekki
ímyndunarveikari en aðrir sem
gerast brjóstþyngri með aldrin-
um og gildari undir belti.
Eftirfarandi lýsing á því sem
fyrir hann kom, er sönn og rétt
í alla staði, með þeirri undan-
tekningu, að nafni hans er, sam-
kvæmt ósk hans sjálfs, sleppt.
Sérfræðingur hefði getað sagt
honum, að hann gæti ýmsum
öðrum fremur búizt við að fá
hjartaslag. Hann var 41 árs,
þreklega vaxinn, 173 sm á hæð
og 165 pund að þyngd án fata.
Hann hafði stundum ónot í
maga, en rannsókn hafði leitt
í ljós, að þau voru af geðrænum
uppruna. Starfi hans fylgdi
stundum allmikil taugaáreynsla
og hann átti ekki hægt með að
„slappa af“ þegar hann kom
heim á kvöldin. Að eigin áliti
lifði hann tiltölulega heilsusam-
legu lífi. Hann drakk sjaldan
meira en eitt kokkteilglas á dag,
reykti um einn pakka af sígar-
ettum með síumunnstykki á dag.
Golf lék hann stöku sinnum og
á helgum dundaði hann í garð-
inum eða innanhúss, en reyndi
sjaldan mikið á sig.
Klukkan 7,55 að kvöldi hins
10. nóvember 1954 lagði hann
gangandi af stað frá skrifstofu
sinni í New York til jámbraut-
arstöðvarinnar, sem var nokkur
hundruð metra í burtu. Hann
hafði unnið 11 tíma á dag þrjá
undanfarna daga og ætlaði nú
að ná lestinni, sem fór til Con-
necticut klukkan 8.09, en þar
átti hann heima. Hann gekk
rösklega gegnum hliðið inn á
brautarpallinn og tók stefnu á
einn af fremstu vögnunum. Þá
var það sem verkurinn gerði
fyrst vart við sig.
Hann var þegar í upphafi sár.
Það var eins og lítil, heit raf-
magnspera logaði í brjósti hans.
Verkurinn var bundinn við blett
á stærð við tveggjeyring í miðju