Úrval - 01.10.1955, Síða 68

Úrval - 01.10.1955, Síða 68
I>a<5 er bæði von og aðvörun fólgin í þessari glöggu lýsingu á þeirri líðan sem i'ylgir því — Þegar kransœð í hjarta stíflast. Grein úr „Life“, eftir Robert Wallace. YERKURINN hafði byrjað rétt áður en hann fór upp í lestina. Það hafði stundum hvarflað að honum, eins og flestum miðaldra mönnnum, sá möguleiki, að hann fengi hjarta- slag. Faðir hans hafði dáið úr hjartaslagi. En það var ekkert að hjarta hans, að því er hann bezt vissi, og hann var ekki ímyndunarveikari en aðrir sem gerast brjóstþyngri með aldrin- um og gildari undir belti. Eftirfarandi lýsing á því sem fyrir hann kom, er sönn og rétt í alla staði, með þeirri undan- tekningu, að nafni hans er, sam- kvæmt ósk hans sjálfs, sleppt. Sérfræðingur hefði getað sagt honum, að hann gæti ýmsum öðrum fremur búizt við að fá hjartaslag. Hann var 41 árs, þreklega vaxinn, 173 sm á hæð og 165 pund að þyngd án fata. Hann hafði stundum ónot í maga, en rannsókn hafði leitt í ljós, að þau voru af geðrænum uppruna. Starfi hans fylgdi stundum allmikil taugaáreynsla og hann átti ekki hægt með að „slappa af“ þegar hann kom heim á kvöldin. Að eigin áliti lifði hann tiltölulega heilsusam- legu lífi. Hann drakk sjaldan meira en eitt kokkteilglas á dag, reykti um einn pakka af sígar- ettum með síumunnstykki á dag. Golf lék hann stöku sinnum og á helgum dundaði hann í garð- inum eða innanhúss, en reyndi sjaldan mikið á sig. Klukkan 7,55 að kvöldi hins 10. nóvember 1954 lagði hann gangandi af stað frá skrifstofu sinni í New York til jámbraut- arstöðvarinnar, sem var nokkur hundruð metra í burtu. Hann hafði unnið 11 tíma á dag þrjá undanfarna daga og ætlaði nú að ná lestinni, sem fór til Con- necticut klukkan 8.09, en þar átti hann heima. Hann gekk rösklega gegnum hliðið inn á brautarpallinn og tók stefnu á einn af fremstu vögnunum. Þá var það sem verkurinn gerði fyrst vart við sig. Hann var þegar í upphafi sár. Það var eins og lítil, heit raf- magnspera logaði í brjósti hans. Verkurinn var bundinn við blett á stærð við tveggjeyring í miðju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.