Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 73
ÞEGAR KRANSÆÐ I HJARTA STÍFLAST
71
fyrir sér hvað hann hefði getað
gert til að koma í veg fyrir að
hann fengi kastið. Svar við
þeirri spurningu má að nokkru
leyti finna í þeim lífsreglum,
sem hann verður nú að lifa eftir:
Hann verður að hafa gát á
mataræði sínu; áður hafði hann
vitað að hann var 15 pundum
of þungur en lítið gert til þess
að léttast. Hann verður að neita
sér um alla dýrafitu, sem hann
borðaði mikið af áður. Hann
má aðeins nota mjög lítið salt,
sem eykur vökvamagnið í líkam-
anum og þá um leið þyngdina.
Hann má ekki verða mjög
þreyttur eða komast í mikla
geðshræringu; þetta hafði hann
einnigvitað áður, en engu skeytt
því. Hann verður auðvitað að
forðast alla mikla áreynslu.
Aðrar reglur sem hann verður
að fylgja eru óverulegar. Hann
má ekki reykja, en hinsvegar
drekka áfengi. Hann fer í rúmið
klukkan tíu og borðar léttan
mat.
Þegar hann horfir á konuna
sína og drengina sína þrjá, og
fylgist með því hvernig hækk-
andi vorsólin vekur gróðurmagn
jarðarinnar til nýs lífs, þá er
það í augum hans ekki venju-
leg árstíðaskipti, honum finnst
það vera stórkostleg gjöf til sín,
náðargjöf sem getur kallað tár
fram í augu hans.
0-0-0
SKÁLDSKAPUR 1 VlSINDUM.
Skáldskapur hefur oft birzt sem staðreyndir í vísindaritum
— stundum af ráðnum hug og stundum af tilviljun eða slysni.
Ágætt dæmi um hið síðara er undarleg og flókin saga dular-
fulls tékknesks læknis, O. Uplavici að nafni. Hann fæddist árið
1887 og birti einu ritgerð sina um læknisfræði sama árið. Hann
hlaut doktorsnafnbót 23 árum síðar x Bandaríkjunum og dó í
Englandi árið 1938. Dr. Clifford Dobell hefur skrifað ævisögu
hans og er næsta ólíklegt að fleiri verði til þess. Saga hans
er á þessa leið:
1 janúar 1887 birtist í tékknesku læknablaði grein eftir Jaro-
slav Hlava prófessor; greinin hét: 0 uplavici. Predbezne sdeleni,
sem þýðir Um blóðsótt. Bráðabirgða skýrsla. En þegar umsögn
um þessa grein birtist i þýzku læknablaði, féll af vangá niður
nafn Hlava, en i staðinn kom „Uplavici, O (Blóðsótt, Um).
Þannig birtist nýtt höfundarnafn í bókmenntum læknavísind-
anna. Árið 1910 var vitnað í „Uplavici, O" í Index-Catálogue
of Medical and Veterinary Zoology, sem kemur út í Bandaríkj-
unum, og þar var honum gefin doktorsnafnbót -— innan sviga.
1 meira en fimmtíu ár var dr. Uplavici öðru hvoru getið í
læknisfræðiritum í Evrópu, Ameríku og jafnvel Asíu — þangað
til dr. Dobell uppgötvaði hið sanna í málinu og kvað þennan
læknisdraug niður fyrir fullt og allt.
— Frank Lane í „The Listener".