Úrval - 01.10.1955, Page 94
92
tJRVAL
reyndi að brosa eins og ung-
mey, en tilraunin mistókst og
brosið varð að grettu. Bíllinn
staðnæmdist fyrir framan hátt,
nýbyggt hús.
„Héma bý ég,“ sagði Ingi-
björg. „Á fjórðu hæð.“
Hann fór að leita að vesk-
inu sínu til þess að geta borg-
að bílstjóranum, en hún kom
í veg fyrir það.
Meðan hún var að gera upp
sakirnar við bílstjórann, skim-
aði hann til hægri og vinstri
eins og í von um leið til undan-
komu.
Síðan kom hún og tók í hand-
íegg hans og þau fóru upp í
lyftunni. Hann var svo máttlaus
í hnjánum, að hann hné niður
á eina stólinn sem var í lyftunni.
Hann sá að hún brosti við mynd
sinni í speglinum og fitlaði við
lokk í hárinu.
fbúð hennar var tvö snotur
og sólrík herbergi. í öðru her-
berginu stóð dúkað borð með
silfurborðbúnaði og kristals-
glösum.
Allan starði á glösin, því að
honum fannst hann kannast við
þau. Svo mundi hann eftir því
að hann hafði keypt glösin
handa henni, hann mundi hvar
hann hafði keypt þau og hve-
nær.
Ingibjörg var í bláum kjól.
Hann var stuttur og aðskorinn,
hún hafði enn fallegt vaxtarlag.
Hún sagði: „Ég klæddi mig í
blátt í dag —- af því að þú ert
svo hrifinn af bláu . . . Vel-
kominn, Allan! Finnst þér ekki
snoturt hjá mér? Fæ ég ekki
einn koss?“
Hann laut ósjálfrátt áfram
og snerti varir hennar með
munninum. En þær sugu sig
fastar og hann fann að hún
titraði öll. En þegar hann
streittist á móti, hörfaði hún
strax.
„Nú ætla ég að taka til ein-
hvern matarbita handa okkur,“
sagði hún. „Sittu hérna á með-
an, til dæmis í stólnum við
gluggann, þar er gott að sitja,
og svo kannast þú líka við stól-
inn, hann er frá foreldrum mín-
um . . . Og þarna eru sígarett-
ur, Allan. Og þarna eru blöðin.
Bless á meðan!“
Allan settist í stóra, rauða
plussstólinn og hallaði höfðinu
á púðann.
Honum fannst hann skynja
mynstrið með skallablettinum
á hnakkanum. Ingibjörg hafði
heklað púðann — hún hafði allt-
af verið að hekla, hann minnt-
ist þess, hvernig knipplingarnir
höfðu runnið af fingrum henn-
ar eins og hvítir lækir, enda-
laus runa af dúkum, sem hún
stráði í kringum sig. Sjálfur
hafði hann fengið ógrynni af
þeim í sinn hlut, og Marianna
hafði rekizt á þá og spurt, hvar
hann hefði komizt yfir þessar
tuskur. Það man ég ekki, hafði
hann svarað. Einhver af vinkon.
um mínum hefur sjálfsagt hekl-
að þetta. — En Ingibjörg hafði
lagt sál sína í knipplingana, það