Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 102

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL á okkur eimyrju og horfði á þrotlaust strit okkar með tveim- ur, svörtum súgopum efst á enn- inu. Þessi tvö súgop voru eins og augu, — meðaumkunarlaus og ástríðuvana skrímslisaugu: þau horfðu á okkur augnaráði sem var á undarlegan hátt dimmt, eins og þau væru löngu orðin uppgefin á því að horfa á þræla, væru hætt að búast við nokkru mannlegu af þeim og fyrirlitu þá kaldri fyrirlitningu vizkunnar. Dag eftir dag sátum við í mjölkófinu, í skítnum, sem við bárum inn á fótunum utan úr húsagarðinum, sátum í þykkri, kæfandi svækju, eltum til deig í hagldabrauð, og vættum það í svita okkar. Við hötuðum þessa vinnu beisku hatri og lögðum okkur aldrei til munns þau brauð, sem við gerðum sjálfir, heldur kus- um í staðinn svart rúgbrauð. Þarna sátum við hver and- spænis öðrum við langa borðið, níu á móti níu, og unnum vél- rænt með höndum og fingrum. Við vorum orðnir svo vanir þessari vinnu, að við hættum stundum að fylgjast með hreyf- ingum okkar. Og við höfðum horft svo rækilega hver framan í annan, að við kunnum orðið utan að allar hrukkur í andlit- um félaga okkar. Við áttum ekkert til að tala um og við vorum orðnir því vanir og þögð- um alltaf, nema þegar við rif- umst, því að það gefast ávallt nóg tilefni til að ausa ókvæðis- orðum yfir menn, einkum þegar félagar eiga í hlut. En jafnvel rifrildi var fátítt hjá okkur — því að hvað getur sá maður brotið af sér, sem horfin eru flest lífsmörk og orðinn eins konar steingerfingur af misk- unnarlausum þrældómi, sem stungið hefur öllum tilfinning- um hans svefnþorn? En þögnin er hræðileg og kveljandi, að minnsta kosti fyr- ir þann, sem þegar hefur sagt allt og hefur engu við að bæta; fyrir þá, sem eiga allt sitt ósagt er þögnin einföld og auðveld ... Stundum sungum við, og söngur okkar hófst venjulega þannig: Mitt í vinnunni gaf einhver frá sér djúpt andvarp eins og upp- gefinn hestur og tók að raula úr eins manns hljóði einn af þessum langdrengnu, angurværu söngvum, sem ávallt létta þung- um steini af hjarta þess, sem syngur þá. Þannig hélt einn okkar áfram að raula, og við hlustuðum í fyrstu þegjandi á þennan einmanalega söng, sem dvínaði burt og slokknað undir þrúgandi kjallaraloftinu, eins og veikur varðeldur úti á steppunni á úrkomukaldri haustnótt, þeg- ar himinninn grúfiryfir jörðinni eins og þak úr blýi. Síðan fór annar að syngja, — og tvær raddir hljómuðu saman í svækju þessarar þröngu grafar. Og allt í einu tóku fleiri undir sönginn, — hann svall eins og bylgja, varð sterkari og háværari og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.