Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 18

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 18
16 ÚRVAL nefni nokkur dæmi: faðir, sem hefur yndi af sporti og útivist, kærir sig ekki um að eiga son, sem unir sér betur við lestur og heimaföndur en fjallgöngur og skíðaferðir; kyrrlát móðir skelfist þegar tápmikil dóttir hennar hagar sér eins og bald- inn strákur; andlega sinnuðum föður gremst við dóttur, sem sýnir engan áhuga á lestri góðra bókmennta, en er með óskiptan hug við hænsnarækt og matar- gerð. Já, vissulega er mannlegt, að þessum foreldrum gremjist — en gremjan má ekki bitna á börnunum og eyðileggja gleði þeirra yfir sjálfvöldum við- fangsefnum, sem eru í samræmi við eðli þeirra og hneigð. En hvað þá um hlýðnina — er hún gamaldags og úrelt fyrirbrigði í uppeldinu? Nei. Nokkur tiltekin boð og reglur verða að gilda, annars yrði óþol- andi á heimilinu bæði fyrir börn og foreldra, og einnig fyrir kennara þegar börnin koma í skóla. Ákveðinn háttatíma á kvöldin, matmálstíma og vissar hreinlætisreglur verður að rækja, svo og hirðusemi um muni — allt þetta verður að innræta börnunum meðan þau eru ung, án margra orða, seinna með skynsam- legum fortölum. Læri barn- ið ekki að laga sig eftir öðrum á heimilinu, mun því reynast örðugt að samlagast og vinna með öðrum þegar út í lífið kem- ur. En hlýðnin á ekki að vera takmark í sjálfu sér, og við megum ekki vera svo hrædd um völd okkar, að við getum ekki viðurkennt, ef okkur verður á skyssa og breytt fyrirmælum okkar. Erfiðast við uppeldið er, að maður verður að reyna að vera börnum sínum til fyrirmyndar, að maður verður að lifa eftir þeim reglum og lærdómum, sem maður innrætir börnunum. Allir foreldrar vita, að þögult for- dæmi hefur meiri áhrif en lang- ar orðræður við matborðið. Að ala upp barn er að ala upp sjálf- an sig. Það er tilgangslaust að tala um skaðsemi nikótínsins við börnin, ef maður reykir sjálfur eins og skorsteinn, og ef við sitjum með brauðsneið í hend- inni meðan við lesum framhalds- söguna í dagblaðinu okkar, stoð- ar lítt að segja við börnin, að það sé ljótur vani að lesa með matnum. Þó er þetta tiltölulega auðvelt, þegar um er að ræða hegðunarreglur eins og þessar. Örðugra verður það þegar mál- ið snertir sjálft eðli manns og hátterni. Hve oft heyrir maður ekki foreldra brýna raustina og byrsta sig við barnið fyrir að vera hávært, þegar það reiðist? Og hvaða foreldrum hefur ekki orðið það á að rífast í viður- vist barna sinna, og ávíta börn- in skömmu seinna fyrir að þau skuli rífast? Annað dæmi: maður á ekki að kenna börnum sínum að fara með kvöldbæn, ef maður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.