Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 21

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 21
HUGLEIÐINGAR UM UPPELDI 19 kinum á opinskáan og særandi hátt, og menn veigra sér ekki við að segja skopsögur af börn- um sínum til að vekja hlátur. Alvarleg spurning, sem barnið ber í trúnaði upp við föður sinn eða móður, hafa þau í flimting- um í áheyrn barnsins. Afleið- ingin verður sú, að barnið lok- ar sig inni í sjálfu sér eins og fiskur í skel. I hugsunarleysi og vegna skorts á nærgætni, rífa foreldrar og aðstandendur þannig niður það sem þau hafa sjálf byggt með ástríki og góð- um vilja. Og þó er nærgætni einmitt eiginleiki, sem við kjós- um að sjá vaxa og þroskast í börnum okkar. Tillitssemi við tilfinningar annarra, nægilegt hugmyndaflug til að skyggnast bak við ytra borð mannssálar- innar — eru þetta ekki blessun- arríkar gáfur, sem gera samlíf mannanna bærilegt, já beinlínis þægilegt? Einhver mesti greiði, sem foreldrar geta gert barni sínu er að temja því að setja sig í spor annarra, að sjá mál- efnin frá fleiri en einni hlið, að víkka sjónhring þess, svo að það verði ekki einstrengings- legur og einsýnn þráhaus, sem dæmir allt frá eigin sjónarmiði. En þann greiða geta þau ekki gert barni sínu, ef þau sýna því ekki sjálf nærgætni og til- litssemi. Afbrigðilega barnið — það er kapítuli í uppeldismálunum, sem bæði foreldrum og kennurum hefur oft reynzt örðugur, jafn- vel staðið úrræðalaus gagnvart. Á þeim tímum jöfnunar og slétt- unar á öllum sviðum, sem nú eru, er erfitt að vera frábrugð- inn öðrum, og verst af öllu fyrir barn, því að grimmd og upp- finningasemi barna þegar um er að ræða að ofsækja þann sem er skrítinn, á sér engin takmörk. Sex ára drengur, sem var frá- brugðinn félögum sínum, einnig að því leyti, að hann var langt fyrir ofan meðallag að gáfum, lá grátandi í rúmi sínu á kvöld- in, eftir að hann fór að gera sér Ijóst, að hann var líkt sett- ur og ljóti andarunginn í ævin- týrinu. ,,Ég er öðruvísi en allir aðrir," sagði hann eitt kvöld við móður sína, ,,og það verð ég alla ævi. Ég ber þunga byrði og sú byrði er ég sjálfur.“ Hver hafði lagt honum þessi orð í munn? Enginn annar en hið kvalda hjarta hans og óhugnan- leg skarpskyggni. Orð drengsins ganga okkur til mergjar, en svona eru þeir settir, sem eru „öðruvísi en aðrir“. Ef maður er eins og aðrir, heflaður, hnökralaus, tilsniðinn í sálinni andlegri tízku samtíðarinnar eins og fötin klæðatízkunni, þá er öllu borgið. En geti maður ekki hlaupið höfrungahlaup eða kastað kúlu, og gangi maður allan veturinn í sífelldum ótta við snjóbolta, þá • stoða engar gáfur — öll skólavistin verður ein endalaus þjáning. Hvernig er hægt að hjálpa slíku barni? Það er ekki til neins að reka 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.