Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 15
SKÖPUNAR-„UNDRIБ
13
skynseminnar ? Hverjar eru ör-
uggustu sannanirnar fyrir þró-
uninni, sem nú eru tiltækar?
J. R.: Strangt talað getum
við ekki sagt að þróun lífver-
anna hafi verið sönnuð svo ó-
yggjandi sé. Og ástæðan til þess
að ekki er hægt að færa fram
slíka sönnun er — svo að ekki
sé fleira tilfært — að hér er
um að ræða liðna atburði sem
engir voru vitni að, eða að
minnsta kosti engir, sem létu
eftir sig vitnisburð um það, sem
þeir sáu! En fyrir líffræðing-
inn er þróunin meira en réttar
og sléttar líkur: hún má heita
örugg vissa. Af öllum núlifandi
líffræðingum, sem einhvers eru
metnir, er að því er ég bezt
veit aðeins einn, sem afneitar
þróunarkenningunni. Þessi líf-
fræðingur er Louis Bounoure,
prófessorvið háskólann í Strass-
burg. Hann er mikilsmetinn
fósturfræðingur, og ég verð að
viðurkenna, að hann ver þær
skoðanir, sem hann hefur mynd-
að sér, af mikilli kunnáttu og
leikni.
Ég fyrir mitt leyti fæ ekki
séð hvernig hægt er að komast
af án þróunarkenningarinnar.
Ef við reynum það, verðum við
strax að viðurkenna, að hver
tegund lífvera hafi í upphafi
verið sköpuð út af fyr-ir sig,
óháð og óskyld öðrum tegund-
um. Með því að varpa þróunar-
kenningunni fyrir borð, sviptum
við okkur af ráðnum hug til-
gátu, sem gefur okkur skynsam-
lega skýringu á náttúrunni, en
án hennar verður náttúrun al-
veg óskiljanleg. Eins og Yves
Delage var vanur að segja: sú
staðreynd að við mennirnir höf-
um fjóra útlimi eins og önnur
dýr er ein út af fyrir sig nægi-
leg sönnun fyrir þróuninni.
Sannanir fyrir þróuninni —
eða við skulum heldur segja þau
rök, sem hægt er að færa fram
til stuðnings þróunarkenning-
unni — eru óteljandi. Ef við
reyndum að telja þau upp, yrð-
um við að rekja ítarlega alla
sögu náttúrufræðinnar og
myndunarfræðinnar. En nokkr-
ar sannanir má tilfæra. Tökum
þá fyrst þær sem fósturfræðin
lætur í té. Ef ekki væri náinn
skyldleiki milli t. d. manns og
fisks, hvernig stendur þá á því,
að á vissu þróunarstigi manns-
fóstursins birtast beggja megin
á hálsi þess litlar fellingar eða
pokar, sem líkjast mjög tálkn-
opum fiska ? Og hversvegna eru
sum dýr, sem eru tannlaus full-
þroska, með vísi að tönnum á
fósturstiginu -—- ef ekki vegna
þess að þau eru afkomendur
tenntra dýra?
Það eru þó fyrst og fremst
rannsóknir á steingervingum,
sem fært hafa okkur í hendur
sterkustu rökin. Ef við rekjum
okkur aftur í tímann gegnum
jarðiögin, sjáum við glögga
mynd af hægfara breytingum
á sumum tegundum dýra —
einkum hefur þróunarsaga
hestsins, fílsins og úlfaldans