Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 103

Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 103
TUTTUGU OG SEX MENN OG EIN STÚLKA 101 eins og þrýsti til hliðar gráum og þungum dýflissuveggjunum. Við sungum allir tuttugu og sex. Sterkar, gamalvanar söng- raddir fylltu kjallarann, og söngurinn undi sér illa þar inni; hann skall á múrveggjunum, stundi og grét og vakti í hjart- anu kyrrlátan, munarblíðan sársauka, ýfði þar gömul sár og vakti trega . . . Söngvararn- ir andvörpuðu djúpt og þungt; einn þeirra hætti skyndilega að syngja, hlustaði lengi þegjandi á hina og blandaði svo rödd sinni á nýjan leik í allsherjar- bylgju söngsins. Annar hrópaði tregafullt: Eh!, — söng með lokuðum augum, og kannski fannst honum hin volduga bylgja söngsins eins og vegur út í buskann, vafinn glöðu sól- skini, breiður vegur, þar sem hann sá sjálfan sig á gangi . . . Logarnir í ofninum héldu á- fram að flökta, skófla bakar- ans glumdi á múrsteinunum, vatnið suðaði í katlinum, og eld- bjarminn á veggnum skalf eins og áður í þögulum hlátri . . . Og við sungum burt í aðfengn- um orðum hina sljóu sorg okk- ar, hinn þunga trega lifandi manna, sem rændir hafa verið sólinni, trega hinna ánauðugu. Þannig lifðum við, tuttugu og sex, í kjallara í stóru steinhúsi, og lífið var okkur svo erfitt að engu var líkara en að þetta þriggja hæða hús væri múrað beint niður á herðar okkar . . . En auk söngsins áttum við MAXIM GORKI (1868—1937) er öndvegisskáld Rússa á þessari öld. Hann missti föður sinn 3 ára og ólst upp hjá móðurömmu sinni og afa. I „Bernskuár mín“ er ógleymanleg lýsing á þessu heimili, einkum þó ömmu hans. Frá níu ára aldri varð Gorki að vinna fyrir sér, var m.a. vikadrengur á fljótabát á Volgu og byrjaði þá að skrifa. Hið mikla fljót skipar svipað rúm í skáldskap Gorkis og Mississippi í verkum Marks Twain. Um skeið vann Gorki í sætabrauðs- gerð í djúpum kjallara, og er sá kjall- ari svið sögunnar „Tuttugu og sex menn og ein stúlka," sem hér birtist. Hún er ein af fyrstu smásögum Gork- is, og jafnframt ein sú bezta. Gorki er talinn upphafsmaður þeirrar lista- stefnu, sem nefnd hefur verið „sósíal- realismi." ennþá eina gleði. ennþá eitt, var okkur kært, og kannski bætti okkur upp missi sólarinnar. Á annarri hæð var skrautsauma- stofa, og þar vann auk sauma- stúlknanna sextán ára vinnu- kona að nafni Tanja. Á hverj- um morgni kom hún að glugga- borunni á hurðinni, sem sneri út í bíslagið, þrýsti litlu, rjóðu and- litinu að rúðunni, horfði á okk- ur bláum, fjörlegum augum og kallaði inn til okkar hvellt og vinalega: — Hagldabrauð, tugthúslim- ir mínir! Við litum allir upp, þegar við heyrðum þessa skæru rödd og horfðum glaðir og með velþókn- un á bjart stúlkuandlitið, sem brosti svo góðlega við okkur. Okkur hlýnaði um hjartað við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.