Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 103
TUTTUGU OG SEX MENN OG EIN STÚLKA
101
eins og þrýsti til hliðar gráum
og þungum dýflissuveggjunum.
Við sungum allir tuttugu og
sex. Sterkar, gamalvanar söng-
raddir fylltu kjallarann, og
söngurinn undi sér illa þar inni;
hann skall á múrveggjunum,
stundi og grét og vakti í hjart-
anu kyrrlátan, munarblíðan
sársauka, ýfði þar gömul sár
og vakti trega . . . Söngvararn-
ir andvörpuðu djúpt og þungt;
einn þeirra hætti skyndilega að
syngja, hlustaði lengi þegjandi
á hina og blandaði svo rödd
sinni á nýjan leik í allsherjar-
bylgju söngsins. Annar hrópaði
tregafullt: Eh!, — söng með
lokuðum augum, og kannski
fannst honum hin volduga
bylgja söngsins eins og vegur
út í buskann, vafinn glöðu sól-
skini, breiður vegur, þar sem
hann sá sjálfan sig á gangi . . .
Logarnir í ofninum héldu á-
fram að flökta, skófla bakar-
ans glumdi á múrsteinunum,
vatnið suðaði í katlinum, og eld-
bjarminn á veggnum skalf eins
og áður í þögulum hlátri . . .
Og við sungum burt í aðfengn-
um orðum hina sljóu sorg okk-
ar, hinn þunga trega lifandi
manna, sem rændir hafa verið
sólinni, trega hinna ánauðugu.
Þannig lifðum við, tuttugu og
sex, í kjallara í stóru steinhúsi,
og lífið var okkur svo erfitt að
engu var líkara en að þetta
þriggja hæða hús væri múrað
beint niður á herðar okkar . . .
En auk söngsins áttum við
MAXIM GORKI (1868—1937) er
öndvegisskáld Rússa á þessari öld.
Hann missti föður sinn 3 ára og ólst
upp hjá móðurömmu sinni og afa.
I „Bernskuár mín“ er ógleymanleg
lýsing á þessu heimili, einkum þó
ömmu hans. Frá níu ára aldri varð
Gorki að vinna fyrir sér, var m.a.
vikadrengur á fljótabát á Volgu og
byrjaði þá að skrifa. Hið mikla fljót
skipar svipað rúm í skáldskap Gorkis
og Mississippi í verkum Marks Twain.
Um skeið vann Gorki í sætabrauðs-
gerð í djúpum kjallara, og er sá kjall-
ari svið sögunnar „Tuttugu og sex
menn og ein stúlka," sem hér birtist.
Hún er ein af fyrstu smásögum Gork-
is, og jafnframt ein sú bezta. Gorki
er talinn upphafsmaður þeirrar lista-
stefnu, sem nefnd hefur verið „sósíal-
realismi."
ennþá eina gleði. ennþá eitt, var
okkur kært, og kannski bætti
okkur upp missi sólarinnar. Á
annarri hæð var skrautsauma-
stofa, og þar vann auk sauma-
stúlknanna sextán ára vinnu-
kona að nafni Tanja. Á hverj-
um morgni kom hún að glugga-
borunni á hurðinni, sem sneri út
í bíslagið, þrýsti litlu, rjóðu and-
litinu að rúðunni, horfði á okk-
ur bláum, fjörlegum augum og
kallaði inn til okkar hvellt og
vinalega:
— Hagldabrauð, tugthúslim-
ir mínir!
Við litum allir upp, þegar við
heyrðum þessa skæru rödd og
horfðum glaðir og með velþókn-
un á bjart stúlkuandlitið, sem
brosti svo góðlega við okkur.
Okkur hlýnaði um hjartað við