Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 90
Ég hef heðið eftir þér —
Saga eftir Arvid Brenner.
I.
ÆJA, þá hættum við í dag,“
sagði Axelsson forstjóri um
leið og hann kveikti sér í vindli
og renndi augunum yfir skjal,
sem lá fyrir framan hann.
Hann heyrði að ungfrú Berg-
ström fór að taka saman skjöl
sín, og hann beið ósjálfrátt eftir
að heyra hina venjulegu kveðju
hennar „Sælir fortjóri" og tiplið
í háu hælunum fram að dyrun-
um. Hann sá hana sjaldan þeg-
ar hún fór, heyrði aðeins til
hennar. Þegar ekkert hljóð
barst að eyrum hans, leit hann
upp.
í sama bili ávarpaði ungfrú
Bergström hann með æstri og
annarlegri rödd. Henni var sýni-
lega mikið niðri fyrir.
„Mig langaði að biðja yður
að gera mér dálítinn greiða.“
Hann leit á hana.
Þetta var sennilega í fyrsta
skipti, sem hann virti ungfrú
Bergström almennilega fyrir
sér. Hún hafði verið einkaritari
hans í átta ár, en hann hafði
í rauninni aldrei tekið eftir út-
liti hennar. Hann hafði ekki
veitt henni meiri athygli en vél,
sem vann óaðfinnanlega. Jafn-
vel þegar hann réð hana í starf-
ið fyrir átta árum, hafði hann
ekki veitt henni sérstaka eftir-
tekt. Þó minntist hann þess, að
honum hafði ekki verið urn hve
mikið af skartgripum hún bar.
En hún hafði ágætis meðmæli
og hann réð hana þrátt fyrir
stássið. Hann hafði ekki séð eft-
ir því.
Hann virti hana fyrir sér.
Skartgripimir sindruðu í öll-
um regnbogans litum. Hún var
með ellilegt og uppþornað mús-
arandlit og málaða vanga og
varir. En það var svipurinn á
andlitinu, sem vakti einkum at-
hygli hans. Það ljómaði bók-
staflega af sigurgleði. Hún var
á svipinn eins og manneskja,
sem eftir langa og stranga bar-
áttu hefur loks náð takmarki
sínu.
„Auðvitað er yður óhætt að
biðja mig, ef ég get orðið yður
að liði.“
„Get ég fengið frí á morgun?“
sagði ungfrú Bergström.
Hann hló. Hann hafði hálft
í hvoru búizt við að hún myndi
fara fram á einhverja f jarstæðu.
Hann varð við bón hennar um-
svifalaust.