Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
©NEA
var það ákvæði sett í samning-
inn, að ekki mætti flytja börn-
in fyrr en Dafoe læknir hefði
lýst yfir að það væri „algerlega
hættula,ust“.
Fyrsta vikan var eins og mar-
tröð fyrir lækninn og hjúkrun-
arkonuna sem hann hafði feng-
ið til að annast börnin. Hvað
eftir annað blánuðu börnin upp
af súrefnisskorti. Ráð læknisins
var að gefa þeim nokkra dropa
af rommi í volgu vatni. Þegar
fimmburarnir voru vegnir á
sjötta degi, vógu þeir samtals
4,767 grömm.
Dafoe læknir taldi börnin eiga
sér líf að launa og vildi ráða
öllu um meðferð þeirra, en for-
eldrarnir voru á annarri skoðun
og brutu þráfaldlega fyrirmæli
hans. Spratt brátt af þessu
fjandskapur milli hjónanna og
læknisins, sern entist í átta
ár.
Hinn 26. júlí, tveim dögum
áður en börnin urðu tveggja
mánaða, var ákveðið, að fjögra
manna ráði skyldi falinn um-
ráðaréttur yfir þeim næstu tvö
árin. Dafoe og föðurafi þeirra,
Olivier, voru í ráðinu. Foreldr-
arrýr mótmæltu þessu, en fengu
ekki að gert. Ráðið ákvað strax
að láta reisa barnaheimili handa
fimmburunum í nánd við heimili
þeirra. Meðan það var í smíð-
um, voru systurnar fiuttar á
barnaheimili nokkra km í burtu.
Fimmburarnir tóku líkamlega
eðlilegum framförum um vetur-
inn, og til þess að fylgjast með
andlegum þroska þeirra fékk
Dafoe þekktan barnasálarfræð-
ing í Toronto.
Undir eins og byggingu barna-