Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 89
DVÖL I TRJÁKRÖNU-GISTIHÚSINU
87
að þessari skemmtilegu iðju
sinni fram til klukkan 5, og var
þá næstum búinn með allt saltið.
Síðustu nóttina, sem ég dvaldi
þarna, vorum við aðeins fimm.
Rétt eftir te-ið (um fimmleytið)
settumst við út á svalirnar, dúð-
uð í ábreiður og ullartrefla, því
að svalt var í veðri og talsverð-
ur vindstrekkingur. Brátt sáum
við nokkur risastór villisvín,
skógarhirti, vatnshirti og vörtu-
svín. Þá fór að rigna og skall
yfir þoka, svo að ekkert sást.
Við fórum því inn og settumst
að kveldverði. Ég fann sérstak-
lega til þess þá, hvað það var
einkennilegt og furðulegt líf
sem við lifðum þama, að setj-
ast að dúkuðu veizluborði með
gómsætum réttum og öllum
venjulegum þægindum siðmenn-
ingarinnar, og vera sér þess vit-
andi að maður var í húsi, sem
tildrað var upp í tré, umkringd-
ur allskonar hættulegum villi-
dýrum, eins og fílum, nashyrn-
ingum og villiuxum. Þetta vakti
hjá manni einkennilegar tilfinn-
ingar.
Klukkan kvart yfir sjö morg-
uninn eftir sáum við tvo gríðar-
stóra nashyrninga koma niður
götuna að saltbólinu. Nashyrn-
ingsmamma, sem við höfðum oft
séð áður og gefið nafnið Belinda,
var þar fyrir með son sinn lít-
inn. Hún tók á móti „herrun-
um“ með fnæsi og rymjanda og
réðst þegar gegn þeim, en þeir
hopuðu undan „skassinu“ rymj-
andi. Þegar hún kom til baka,
starði hún lengi með tortryggn-
issvip á ,,Trjákrónuna“, eins og
hana grunaði að þar dyldist ef
til vill eitthvað af þessum and-
styggilegu mannskepnum, sem
gátu verið svo hættulegar. Hún
kom meira að segja vaðandi
rakleitt að trénu, eins og hún
væri að hugsa um að stanga
það, en sá sig um hönd og hætti
við það. Seinast kallaði hún
hvatskeitlega á sonar-krýlið og
hvarf svo með honum inn í
skóginn.
Nú var kominn hádagur og
við fórum inn aftur til að eta
árbýtinn, egg og reykt svína-
kjöt og sjóðheitt kaffi á eftir.
Er við höfðum matazt, settum
við hafurtask okkar í pokann
sem það kom í, kvöddum og
fórum niður stigana með fylgd-
armanninum. Gengum síðan
gegnum skóginn til bílanna, er
fluttu okkur aftur til hversdags-
lífs og daglegra starfa. — Ég
mun aldrei gleyma þessari
skemmtilegu dvöl minni í „Trjá-
krónunni"!
Ó. Sv. þýddi.
Kurteisi kostar ekki neitt, segir máltækið, en hún getur þó stund-
um valdið óþægindum. Eins og t. d. þegar kafarinn mætti undurfallegri
hafmey á mararbotni og tók ofan hjálminn . . . .!