Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 108
106
-Orval
mörg hreystiverk hann hefði
unnið í samskiptum sínum við
konur.
Síðan fór hann, og þegar
hurðin hafði skollið ískrandi að
stöfum á eftir honum, þögðum
við langa stund og hugsuðum
um hann og allar frægðarsög-
urnar, sem hann hafði sagt af
sér. Svo allt í einu vorum við
farnir að tala, hver í kapp við
annan, og þá kom í ljós, að okk-
ur hafði öllum fallið vel við
hann. Svona alþýðulegur og in-
dæll maður — að koma til okk-
ar, tylla sér og spjalla. Enginn
vandi komur sínar hingað í
kjallarann, og enginn hafði áð-
ur talað við okkur á þennan
hátt, eins og jafningja og vini. . .
Allt samtalið snerist um her-
manninn og væntanlega sigra
hans í viðskiptunum við sauma-
stúlkurnar, sem annað hvort
bitu móðgaðar í vörina og snið-
gengu okkur, þegar við mættum
þeim í húsagarðinum, eða þá að
þær strunsuðu beint af augum
eins og við værum ekki til. Og
við, sem gerðum ekki annað en
dást að þeim, bæði þegar við
mættum þeim í portinu og eins
þegar þær gengu fyrir glugg-
ann hjá okkur -—- á veturna,
klæddar í hlýja feldi með loð-
húfukríli á höfðinu, og á sumr-
in — þegar þær gengu með
blómskrýdda hatta og marg-
litar sólhlífar. Þrátt fyrir þetta
töluðum við þannig um þær
okkar á milli, að þær hefðu
orðið viti sínu fjær af blygð-
un og reiði, ef þær hefðu heyrt
það.
— Bara honum takist ekki
. . . að fleka Tönju litlu! sagði
bakarinn allt í einu áhyggju-
fullur.
Við þögnuðum allir, því þessi
orð hans komu okkur á óvart.
Við höfðum næstum gleymt
Tönju — það var eins og hin
fyrirferðarmikli og glæsilegi
skrokkur hermannsins hefði út-
rýmt henni úr hugum okkar.
Svo hófst þrumandi rifrildi.
Sumir sögðu, að Tönju væri eng-
in hætta búin af slíku, aðrir
héldu því fram, að hún mundi
ekki standast hermanninn og
þeir þriðju lögðu til, að við bryt-
um í honum hvert beint, ef hann
tæki upp á því að fara á fjör-
ur við hana. Að endingu ákváð-
um við, að hafa vakandi auga
á hermanninum og Tönju og
vara hana við honum . . . þetta
batt enda á deilurnar.
Mánuður leið. Hermaðurinn
bakaði snúða og fór í gönguferð-
ir með saumastúlkunum. Hann
kom oft í kjallarann til okkar,
minntist ekki á sigurvirminga
sína meðal stúlknanna, en bretti
grönum í sífellu og sleikti útum.
Tanja kom á hverjum morgni
eftir hagldabrauðinu sínu og var
kát og viðmótsþýð, eins og jafn-
an áður. Við fengum hana til
að tala við okkur um hermann-
inn, sem hún kallaði „glaseygð-
an kálf“ og öðrum spaugilegum
uppnefnum, og það gerði okkur
rólegri. Við urðum stoltir af