Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 75
ÞÉGAR MESSINABORG HRUNDI
73
að 200.000 manns hafi farizt og
særzt í þeim náttúruhamförum.
Guiseppe Padro lýsti þriðju lot-
unni þannig: • „Jörðin hristist
eins og hún ylti eftir stórgrýtis-
urð á ferð sinni gegnum geim-
inn. Og samtímis steig upp úr
iðrum hennar dularfullur, þung.
ur hvinur, sem færðist æ nær,
óx og magnaðist unz hann um-
lukti allt og kæfði öll önnur
hljóð.“
Meðan á þessu gekk, hófst
flóðbylgja á loft á hafinu milli
Sikileyjar og Italíu og stefndi
til Sikileyjar. Á leið sinni óx
hún og hækkaði, og þegar hún
skall á land stóðst ekkert fyrir
henni. Skipin í höfninni hófust
á loft, skullu saman og tarotn-
uðu í spón. Flóðbylgjan æddi
upp hafnargarðana og sópaði
með sér vöruhúsum og öllu laus-
legu, færði húsarústir í kaf og
þannig hélt hún áfram upp í
borgina meðan henni entist
máttur. Varla hafði aldan hnig-
ið þegar við kváðu ægilegar
sprengingar og blossar og eld-
tungur teygðu sig hátt upp á
himininn. Það voru hinir miklu
gasgeymar borgarinnar, sem
höfðu sprungið.
Af 160.000 íbúum Messína
voru þrír f jórðu hlutar limlestir,
dauðir eða grafnir lifandi 1 rúst-
unum, og þegar dagur rann yfir
fjöllum Calabríu höfðu beggja
megin Messínasunds dxmið
yfir hörmungar meiri en dæmi
voru til áður í sögu mannkyns-
ins. Það voru ekki aðeins Mess-
ína og nálægar borgir, sem lágu
eftir í rústum, heldur næstum
allar byggingar á 300 km langri
strandlengju frá Noto á suð-
austurodda Sikileyjar til Cos-
enza í norðanverðri Calabríu.
Hjá Reggio, borginni and-
spænisMessína,náði flóðbylgjan
10 metra hæð og í útsoginu tók
hún með sér báðar járnbraut-
arstöðvar borgarinnar, ferju-
stöðina, vöruskemmurnar við
höfnina og hundruð fiskibáta,
sem lágu þar við festar. Á öðr-
um stað á Calabríuströnd sökk
járnbrautarlína í sjó á 18 km
svæði og flóðaldan gleipti heila
lest með hundruðum farþega.
Þýzkur farandsali, Oldenburg
að nafni, ætlaði frá Messína til
Reggio jarðskjálftamorguninn,
með fyrstu ferjunni. Brottfarar-
tíminn var kl. 5.20 og um leið
og skipstjórinn gaf skipun um
að kasta landfestum, byrjaði
jarðskjálftinn. Oldenburg stóð á
þilfarinu og hallaðist upp að
borðstokknum og fann þilfarið
titra undir fótum sér, eins og
skipið hefði tekið niðri. Svo sá
hann að í einni svipan slokkn-
uðu öll ljós bæði í Messína og
borgunum handan við sundið
og allsstaðar varð svarta myrk-
ur. Hann heyrði þungan dyn,
sem virtist koma upp úr höfn-
inni, og þegar skjálftinn í ferj-
unni var orðinn svo mikill að
járnbrautarvagnarnir um borð
tóku að slást saman steig hann
upp á lunninguna og stökk í
land. Á næsta augabragði kast-