Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 75

Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 75
ÞÉGAR MESSINABORG HRUNDI 73 að 200.000 manns hafi farizt og særzt í þeim náttúruhamförum. Guiseppe Padro lýsti þriðju lot- unni þannig: • „Jörðin hristist eins og hún ylti eftir stórgrýtis- urð á ferð sinni gegnum geim- inn. Og samtímis steig upp úr iðrum hennar dularfullur, þung. ur hvinur, sem færðist æ nær, óx og magnaðist unz hann um- lukti allt og kæfði öll önnur hljóð.“ Meðan á þessu gekk, hófst flóðbylgja á loft á hafinu milli Sikileyjar og Italíu og stefndi til Sikileyjar. Á leið sinni óx hún og hækkaði, og þegar hún skall á land stóðst ekkert fyrir henni. Skipin í höfninni hófust á loft, skullu saman og tarotn- uðu í spón. Flóðbylgjan æddi upp hafnargarðana og sópaði með sér vöruhúsum og öllu laus- legu, færði húsarústir í kaf og þannig hélt hún áfram upp í borgina meðan henni entist máttur. Varla hafði aldan hnig- ið þegar við kváðu ægilegar sprengingar og blossar og eld- tungur teygðu sig hátt upp á himininn. Það voru hinir miklu gasgeymar borgarinnar, sem höfðu sprungið. Af 160.000 íbúum Messína voru þrír f jórðu hlutar limlestir, dauðir eða grafnir lifandi 1 rúst- unum, og þegar dagur rann yfir fjöllum Calabríu höfðu beggja megin Messínasunds dxmið yfir hörmungar meiri en dæmi voru til áður í sögu mannkyns- ins. Það voru ekki aðeins Mess- ína og nálægar borgir, sem lágu eftir í rústum, heldur næstum allar byggingar á 300 km langri strandlengju frá Noto á suð- austurodda Sikileyjar til Cos- enza í norðanverðri Calabríu. Hjá Reggio, borginni and- spænisMessína,náði flóðbylgjan 10 metra hæð og í útsoginu tók hún með sér báðar járnbraut- arstöðvar borgarinnar, ferju- stöðina, vöruskemmurnar við höfnina og hundruð fiskibáta, sem lágu þar við festar. Á öðr- um stað á Calabríuströnd sökk járnbrautarlína í sjó á 18 km svæði og flóðaldan gleipti heila lest með hundruðum farþega. Þýzkur farandsali, Oldenburg að nafni, ætlaði frá Messína til Reggio jarðskjálftamorguninn, með fyrstu ferjunni. Brottfarar- tíminn var kl. 5.20 og um leið og skipstjórinn gaf skipun um að kasta landfestum, byrjaði jarðskjálftinn. Oldenburg stóð á þilfarinu og hallaðist upp að borðstokknum og fann þilfarið titra undir fótum sér, eins og skipið hefði tekið niðri. Svo sá hann að í einni svipan slokkn- uðu öll ljós bæði í Messína og borgunum handan við sundið og allsstaðar varð svarta myrk- ur. Hann heyrði þungan dyn, sem virtist koma upp úr höfn- inni, og þegar skjálftinn í ferj- unni var orðinn svo mikill að járnbrautarvagnarnir um borð tóku að slást saman steig hann upp á lunninguna og stökk í land. Á næsta augabragði kast-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.