Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
hefjast hjá nálægu vatnsbóli,
milli nashyrnings og villinauts.
Ekkert varð samt úr áflogum;
illskan hjaðnaði smátt og smátt
og þetta endaði með hrottalegu
fnæsi af hálfu nashyrningsins,
en stappi og bölvi af hálfu
nautsins.
Farangur okkar hafði nú ver-
ið dreginn upp á kaðli og við
fórum að ná í dót okkar, fórum
í hlý utanyfirföt og settum á
okkur mjúka ilskó, en settumst
síðan út á litlu svalirnar til að
gá að villidýrum. Þarna virtist
krökt af allskonar villidýrum.
Þetta fyrsta kvöld sáum við
sjö nashyrninga, ellefu stóra
villigelti með sterklegar vígtenn-
ur, tvö vörtusvín, fimm villi-
naut, fjölda af öpum og rádýr-
um, en aðeins eina hýenu. Morg-
uninn eftir sá ég villinaut koma
út úr skóginum og fara að tjörn
í skóginum. Þegar tuddinn var
búinn að drekka vel og lengi,
óð hann út í, velti sér á bakið
og buslaði og fnæsti. Hann
skemmti sér af hjartans lyst,
skóf upp leðjuna í botninum
með hinum afarstóru hornum,
bylti sér á allar hliðar og spark-
aði fótunum út í loftið. Ég var
að virða hann fyrir mér af mikl-
um áhuga í sjónauka mínum,
þegar viðhorf hans til umhverf-
isins breyttist, allt í einu úr
áhyggjuleysi í tortryggni — gol-
an hefur sjálfsagt borið manna-
þefinn til hans —, allt í einu
brölti hann þunglamalega á fæt-
ur, stóð grafkyrr í nokkrar sek-
úndur, en tók svo til fótanna
og fór á stökki inn í skóginn.
Nóttina eftir sáum við flest
sömu dýrin og kvöldið áður.
Þegar nashyrnings-mömmurnar
komu að saltbólinu með unga
sína, höfðu þær nánar gætur
á ,,börnunum“. Þetta voru tvær
f jölskyldur, og þeim var illa við
þrjú villinaut, sem voru að
snudda þama. Þær gerðu hverja
árásina af annarri á þessi að-
skotadýr. Að lokum hrökluðust
nautin frá án þess að ná í salt-
ið. Undir morgun.fór ég í rúm-
ið og ákvað að bæta mér upp
svefnmissinn tvær undanfarnar
nætur.
Þriðja kvöldið var tungl í fyll.
ingu, og í hinni ágætu birtu
þess sáum við hvorki meira né
minna en fjórtán nashyrninga,
þar á meðal einn ellihruman
vesaling með afbrotið horn, —
er líklega hefur brotnað í bar-
daga. Hann stóð undir trénu
okkar rymjandi og hóstandi
fram undir morsrun. Klukkan
rúmlegra 1 um nóttina kallaði
,,lyftudreng-urinn“ á okkur til
að sjá villinautahjörð — sam-
tals um nítján — er snerust
stappandi og bölvandi kringum
saltbólið, en þar voru fyrir tvær
skapvondar nashyrningsmæður
með f jölskyldum sínum og vildu
ekki yfirgefa bólið. Klukkan 3
vorum við aftur vakin til að
sjá stóran fíl, er einnig var við
saltbólið. Ilann mokaði saltinu
upp í sig með rananum og rumdi
og ropaði af ánægju. Hann var