Úrval - 01.10.1955, Blaðsíða 12
10
TjR VAL
þekkjum. Ef til vill eru ein-
hversstaðar til miklu fullkomn-
ari lífverur en maðurinn — en
það kæmi mér mjög á óvart, ef
einhverstaðar fyndust lífverur
alveg eins og maðurinn. Að
sjálfsögðu er allt það, sem sagt
er og skrifað um jurta- og dýra-
líf á öðrum hnöttum hreinn
heilaspuni, án nokkurrar stoðar
í veruleikanum.
P. B.: Það hefur verið sagt,
að líkurnar fyrir tilurð lífsins
hafi verið óendanlega litlar, og
ég verð að segja, að mér virð-
ist skynsamlegt að álykta, að
allar líkur hafi verið til þess að
ekkert líf yrði til. Þessi skoðun
styrkir þá sannfæringu trúaðs
fólks, að hér hafi verið að verki
einhver æðri máttur, er unnið
hafi það kraftaverk, sem við
nefnum sköpun. f augum skyn-
semistrúarmannsins er tilurð
lífsins á hinn bóginn aðeins til-
viljun. Sjálfur hafið þér skrif-
að um hið „aumkunarverða og
vesæla ævintýri frymisins“, þ. e.
frumstæðasta forms lifandi efn-
is. Hvernig getum við ímyndað
okkur að efni myndist úr engu,
og að frymi myndist úr ólíf-
rænu, dauðu efni? Er efnið, að
áliti vísindamanna, jafnóskýr-
anlegt fyrirbrigði og lífið sjálft?
J. R.: Ég hef þegar látið í
ljós þá skoðun, að ekki sé hægt
að meta svo að neitt vit sé í,
hverjar líkur voru fyrir tilurð
lífsins. Aftur á móti getum við
reynt að ímynda okkur, fræði-
lega að minnsta kosti, hver hafi
getað verið leiðin frá efni til
lífs, frá hinu dauða til hins lif-
andi. Það er í stórum dráttum
hægt að hugsa sér tilurð lífsins
á tvennan hátt.
I fyrsta lagi gætum við hugs-
að okkur að lífið sé tilkomið
við samruna efniseinda, sem
sjálfar búa ekki yfir neinum líf-
rænum eiginleikum. Til stuðn-
ings þessari skoðun getum nið
bent á, að sjá má dæmi um
þesskonar „tilurð“ í náttúrunni.
Sameindirnar (safn frumeinda)
sýna t. d. eiginleika, sem hinar
einstöku frumeindir búa ekki
yfir; og frumeindirnar (safn
rafeinda o. fl.) eru á sama hátt
gæddar eiginleikum, sem ekki
finnast hjá rafeindunum. Þessi
kenning um „tilurð“ eða „skap-
andi samtengingu“, er einkum
bundin nafni Lloyds Morgan,
en á síðari árum hefur helzti
talsmaður hennar verið líffræð-
ingurinn og heimspekingurinn
Georges Matisse.
í öðru lagi getum við hugsað
okkur tilkomu lífsins þannig, að
við gerum ráð fyrri því að eind-
ir efnisins — sameindir, frum-
eindir og ef til vill rafeindir —
búi yfir grundvallareiginleikum
lífsins í einhverri mjög ófull-
kominni mynd. Það sem við köll-
um ,,líf“ mundi þá vera útkoma
eða summan af „innri lífum“
(,,infra-lives“) þess sem við
köllum lífvana efni. Kenningum
í þessa átt hefur annarsvegar
verið haldið á lofti af efnis-
hyggjumönnum eins og Haeckel